06.10.2011
Vilt þú skrifa fræðigrein í Ársrit VIRK 2012?
Ársfundur VIRK verður haldinn í apríl 2012. Af því tilefni gefur sjóðurinn út ársrit sem inniheldur ársskýrslu og
annan fróðleik um starfsemi VIRK. Einnig er stefnt að því að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í ritinu.
Áhersluþættir í þessu riti verða á samstarfsaðila VIRK og tengingu starfsendurhæfingar við atvinnulífið.
VIRK býður þeim sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og vilja fjalla um aðferðir, áhrif og árangur í
starfsendurhæfingu með fræðilegri nálgun, að senda greinar til birtingar.