Starfsendurhæfingarferillinn
Stutt myndband sem sýnir tvö dæmi um starfsendurhæfingarferilinn hjá tveimur þjónustuþegum VIRK. Sjá nánar um einstaka þætti ferilsins hér að neðan.

1. Beiðni frá lækni
Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá lækni og ræða við hann hvort stafsendurhæfing hjá VIRK sé viðeigandi á þessum tímapunkti.

2. Spurningalistar
Þegar beiðni læknis hefur verið send til VIRK fær einstaklingur sendan spurningalista inn á „Mínar síður“ á vefsíðu VIRK sem hann þarf að svara.

3. Fyrsta viðtalið
Þegar umsóknin um starfsendurhæfingu hefur verið samþykkt er hún send til ráðgjafa VIRK sem staðsettir eru hjá stéttarfélögum um allt land eða á skrifstofu VIRK í Borgartúni 18, Reykjavík.

4. Úrræði og eftirfylgni
Ráðgjafinn pantar úrræði fyrir þjónustuþegann hjá þjónustuaðilum VIRK í samræmi við áætlunina um endurkomu inn á vinnumarkað.