Upplýsingaöryggisstefna VIRK
Upplýsingar eru hornsteinn starfseminnar og grunnur að því að geta veitt árangursríka og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu. Flestar þessara upplýsinga eru viðkvæmar og er megináhersla lögð á að tryggja rétt einstaklinga til persónuverndar.
Það er stefna VIRK að:
- Afla réttra upplýsinga, vanda til skráningar og uppfæra eins og þörf er á.
- Umgangast upplýsingar af virðingu og gæta trúnaðar í miðlun þeirra.
- Tryggja fyllsta öryggi við varðveislu upplýsinga.
- Tryggja þeim sem hafa rétt og þörf á greiðan aðgang að upplýsingum.
- Efla vitund starfsfólks og samstarfsaðila og leggja þeim til það sem þeir þurfa til að stuðla að öryggi.
- Beita áhættugrundaðri hugsun og vinna að stöðugum umbótum.
- Greina og fara eftir kröfum, lögum og reglugerðum sem eiga við starfsemina.
Samþykkt á stjórnendafundi VIRK 4. maí 2021.
Stefnan rýnd á stjórnendafundi VIRK 5. okt 2022.
Stefnan rýnd og samþykkt á stjórnendafundi 29. ágúst 2023.