Samstarf við sjúkraþjálfara
VIRK býður alla sjúkraþjálfara velkomna til samstarfs. Hægt er að senda inn umsókn um samstarf hér. Nánari upplýsingar og/eða fyrirspurnir má senda á urraedi@virk.is
Stór hluti einstaklinga sem koma í þjónustu VIRK glíma við stoðkerfisvanda. Þess vegna er samstarf við sjúkraþjálfara mikilvægt fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK.
Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK taka ákvörðun um kaup á þjónustunni í samræmi við þarfir einstaklinga og áherslur í starfsendurhæfingu.
Nokkur skref þarf að taka til að hefja samstarf við VIRK
Best er að vera tilbúin(n) með þau gögn sem þarf að hlaða upp en þau eru:
- Starfsleyfi frá embætti landlæknis
- Ferilskrá
- Útfyllt umsóknareyðublað, sem vistað hefur verið sem PDF-skjal
Samstarfið felst í að sjúkraþjálfarar skila inn greinargerðum til VIRK um stöðu einstaklings og gang meðferðar. VIRK greiðir kr. 18.000 fyrir hverja greinargerð.
Nýr samningur við sjúkraþjálfara sem tók gildi 1. mars 2023.
Hér má finna greinargerð sjúkraþjálfara tengda reglum um samvinnu sjúkraþjálfara og VIRK sem EKKI eru í samstarfi við VIRK. Hér má svo finna greinargerðina á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að VIRK greiðir kr. 8.500,- fyrir greinargerð sjúkraþjálfara sem EKKI eru í samstarfi við VIRK.
Trúnaðaryfirlýsing samstarfsaðila VIRK.
Fyrir utan greinargerðarskrif skv. fyrrgreindum samningi bjóða margir sjúkraþjálfarar upp á aðra þjónustu svo sem hópúrræði og æfingameðferð. Um þá þjónustu gildir að sjúkraþjálfari þarf að gerast þjónustuaðili hjá VIRK og óska eftir að fá viðkomandi þjónustu samþykkta sem úrræði fyrir þjónustuþega VIRK.
Endurgreiðsla VIRK á hlut einstaklings í sjúkraþjálfun
Einstaklingar í þjónustu þeirra sjúkraþjálfara sem vinna samkvæmt samningi við VIRK, sem tók gildi 1. mars 2023, geta sótt um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna sjúkraþjálfunar.
Eftirfarandi gildir um slíkar endurgreiðslur:
- Endurgreiðsla miðast að lágmarki við 5.000 kr. útlagðan kostnað.
- Endurgreiðsla er að hámarki 40.000 kr. á hverju almanaksári.
- Einstaklingur þarf að framvísa til ráðgjafa VIRK númeruðum reikningi frá sjúkraþjálfara auk útprentunar úr Gagna til staðfestingar á því að mætt hafi verið í skiptin og greiðsla hafi átt sér stað.
- Eingöngu er greiddur útlagður kostnaður í tengslum við skipti sem pöntuð hafa verið af ráðgjafa VIRK.
Hér fyrir neðan má sjá útdrátt úr 6. grein samningsins:
Einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á og skulu greiða kostnaðarhlutdeild sína í sjúkraþjálfun í samræmi við þau lög, reglur og saminga sem um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðsikerfinu gilda.
Greiðsla til sjúkraþjálfara á samning
Fyrir vinnu vegna greinargerða fyrir sjúkraþjálfara í samstarfi við VIRK verður greitt í samræmi við eftirfarandi gjaldskrá:
Vakin er sérstök athygli á því að VIRK greiðir 8.500 kr fyrir greinargerð sjúkraþjálfara sem EKKI eru með samning við VIRK.
Um er að ræða heildarverð vegna umræddra viðbótarverka sem sjúkraþjálfarar vinna vegna samstarfs við VIRK. Ekki mun vera um frekari greiðslur að ræða frá VIRK til sjúkraþjálfara nema samkvæmt sérstöku samkomulagi.