Undirbúningur fyrir þjónustu
Á meðan beðið er eftir viðtali hjá ráðgjafa VIRK, eða eftir ráðleggingum um aðrar leiðir sem í boði eru, er mikilvægt að vera eins virkur í sínu daglega lífi og heilsan leyfir.
Sjá má nokkur góð ráð um það hvernig hægt er að vera sem virkastur/virkust hér fyrir neðan:
Ef um stoðkerfisvanda er að ræða:
Stunda reglubundna líkamsrækt við hæfi.
Fara í sjúkraþjálfun og fá meðferð eða ráðgjöf.
Kynna þér virkniúrræði sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.
Fá Hreyfiseðil á vegum heilsugæslu; leiðbeiningar og hvatning um viðeigandi og reglubundna hreyfingu.
Nýta sér góð ráð á velvirk.is - t.d. náttúrukortið og virknidagatalið.
VIRK tekur ekki þátt í kostnaði vegna meðferðar sem er byrjuð, mikilvægt er því fyrir þig að kanna möguleika á niðurgreiðslu á meðferð hjá stéttarfélögum eða í heilsugæslu.
Ef um andlegan vanda er að ræða:
Fá viðtöl hjá sálfræðingi eða sækja námskeið í hugrænni atferlismeðferð/núvitund.
Kynna þér sálfræðiþjónustu heilsugæslustöðva.
Kynna þér virkniúrræði sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.
Kynna sér handbók um Hugræna atferlismeðferð sem er öllum aðgengileg inni á reykjalundur.is.
Fá hreyfiseðil á vegum heilsugæslu; leiðbeiningar og hvatning um viðeigandi og reglubundna hreyfingu.
Nýta sér góð ráð á velvirk.is - t.d. náttúrukortið og virknidagatalið.
VIRK tekur ekki þátt í kostnaði vegna meðferðar sem er byrjuð, mikilvægt er því fyrir þig að kanna möguleika á niðurgreiðslu á meðferð hjá stéttarfélögum eða í heilsugæslu.
Sjá einnig gagnlegt yfirlit yfir virkniúrræði á Íslandi sem eru sérvalin með það í huga að þau séu styðjandi, auki virkni og árangur í starfsendurhæfingu.