Fara í efni

Stjórn og stofnaðilar

Stjórn VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er skipuð sjö fulltrúum. Nánar tiltekið tveimur frá ASÍ, einum sameiginlega frá BSRB, BHM og KÍ , tveimur frá SA, einum sameiginlega frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir hönd lífeyrissjóða. Skipa skal og 7 fulltrúa til vara í stjórn VIRK með sama hætti. Skipan stjórnar komandi árs er tilkynnt á ársfundi VIRK. 

Stjórn VIRK 2024-2025

Aðalmenn:
Eyrún Valsdóttir
Georg Páll Skúlason
Heiðrún Björk Gísladóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Margrét Sigurðardóttir
Páll Ásgeir Guðmundsson
Þórey S. Þórðardóttir

Varamenn:
Guðmundur Heiðar Guðmundsson
Halldóra Friðjónsdóttir
Karen Ósk Níelsen Björnsdóttir
Magnús Þór Jónsson
Ragnar Ólason
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
Sólveig B. Gunnarsdóttir

Stofnaðilar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs:

Alþýðusamband Ísland
Samtök atvinnulífsins
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Fjármálaráðherra
Reykjavíkurborg
Launanefnd sveitarfélaga

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Sjá má stutt ágrip af sögu VIRK hér.

Um VIRK gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012. Samkvæmt lögunum eiga atvinnurekendur, lífeyrissjóðir og ríkið að greiða hver um sig 0,10% af heildarlaunagreiðslum á vinnumarkaði til VIRK- sjá nánar hér.

Með kjarasamningum ASÍ og SA í febrúar 2008 var undirrituð yfirlýsing um uppbyggingu sjóðsins, yfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.

Hafa samband