Hlutverk og framtíðarsýn
Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.
- VIRK veitir markvissa og árangursríka þjónustu á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK nýtir þekkingu, rannsóknir og reynslu til að tryggja samþætta, árangursríka og örugga þjónustu
- VIRK veitir þjónustu í samstarfi við stéttarfélög, fagaðila, fyrirtæki og stofnanir um allt land
- VIRK vinnur með atvinnulífinu að því að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu
- VIRK stuðlar að auknum rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK sinnir forvörnum, þróunarverkefnum og fræðslu með það að markmiði að koma í veg fyrir brottfall einstaklinga af vinnumarkaði.
Um VIRK - Starfsendurhæfingarsjóð gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða 60/2012.
Framtíðarsýn VIRK 2025
VIRK skilar samfélagslegum ávinningi með árangursríkri og markvissri starfsendurhæfingu sem mætir þörfum einstaklinga og atvinnulífs.
- Þjónustan er straumlínulöguð og þrepaskipt út frá vanda einstaklinga
- Skilvirkt og öflugt samstarf er við fagaðila, vinnustaði, stéttarfélög, lífeyrissjóði og stofnanir um allt land
- Almenn vitneskja er um ávinning af starfi VIRK og rétt einstaklinga til þjónustu hjá VIRK
- Atvinnutenging VIRK stuðlar að auknum tækifærum á vinnumarkaði fyrir einstaklinga með heilsubrest
- Forvarnarverkefni VIRK stuðlar að heilsusamlegu starfsumhverfi og eykur þannig þátttöku
einstaklinga á vinnumarkaði - VIRK er fyrirmyndar vinnustaður þar sem lögð er áhersla á vellíðan og árangur starfsmanna
Samhliða innleiðingu á stefnu VIRK verður horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Unnið verður sérstaklega að heimsmarkmiðum um heilsu og vellíðan, góða atvinnu og hagvöxt og aukinn jöfnuð.