Laus störf
Forvarnaráðgjafi - nýtt starf
VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa á forvarnasviði. Um er að ræða nýtt og spennandi starf. Helstu verkefni felast í ráðgjöf til einstaklinga sem eru á vinnumarkaði en eiga í erfiðleikum með að sinna vinnu sinni vegna heilsufarsástæðna.
Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði forvarna. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi. Um fullt starf er að ræða. Skilyrði er heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá landlækni auk góðrar kunnátta í íslensku. Starfsstöð er í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2025.
Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is - sjá nánar hér.