Fara í efni

Laus störf

Ráðgjafar VIRK í Reykjavík

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingum í störf ráðgjafa. Um er að ræða mjög krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi störf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi. Um fullt starf er að ræða en hlutastörf koma einnig til greina. Skilyrði er heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá landlækni auk mjög góðrar kunnátta í íslensku. Upphaf starfs í ágúst eða september eða fyrr eftir atvikum.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2025. Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is.

Hafa samband