Styrkir
VIRK Starfsendurhæfingarsjóði er heimilt samkvæmt lögum að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu.
Sttórn VIRK úthlutar styrkjum einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrki um til virkniúrræða, til rannsóknarverkefna og til þróunarverkefna að hafa borist sjóðnum fyrir lok dags 15. febrúar.
Umsóknir um styrki til úrræða sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu þurfa aftur á móti að hafa borist sjóðnum fyrir lok dags 10. október ár hver (athugið að styrkjum til úrræða sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu verður úthlutað næst haustið 2025 og umsóknarfrestur er því til og með 10. október á næsta ári).
Hér að neðan má finna stefnur og reglur varðandi umsóknir í sjóðinn auk umsóknareyðublaða fyrir styrki sem VIRK veitir til rannsóknaverkefna, til þróunarverkefna, til virkniúrræða og til úrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Umsóknir og fylgiskjöl skal senda á styrkir@virk.is.
Einungis umsóknir sem uppfylla skilyrði sem koma fram í reglum varðandi umsóknir um styrki VIRK, sem finna má hér að neðan, verða teknar til umfjöllunar.
Styrkir til virkniúrræða
VIRK veitir styrki til virkniúrræða sem styðja við og auka árangur í starfsendurhæfingu. Markmið VIRK með styrkveitingunum til virkniúrræða er að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra. Sjá reglur um úthlutun styrkja til virkniúrræða hér og umsóknareyðublað hér.
Styrkir til rannsóknarverkefna
Þá veitir VIRK styrki til rannsóknarverkefna eða annarra verkefna tengdum starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að uppbyggingu í starfsendurhæfingu og auka almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Reglur um úthlutun styrkja vegna rannsóknarverkefna má finna hér og umsóknareyðublað hér.
Styrkir til uppbyggingar og þróunarverkefna
VIRK veitir einnig styrki til uppbyggingar- og þróunarverkefna í starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu á Íslandi og þróun þeirra. Reglur um úthlutun styrkja til uppbyggingar- og þróunarverkefna má finna hér og umsóknareyðublað hér.
Styrkir til úrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis
VIRK veitir árlega styrki til úrræða sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu, umsóknarfrestur er til lok dags 10. október (athugið að styrkjum til til úrræða sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu verður úthlutað næst haustið 2025).
Markmið VIRK með styrkveitingunum er að efla starfsemi úrræðanna og stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar kynferðisofbeldis. Slík starfsemi getur nýst þjónustuþegum VIRK auk þess að vera mikilvæg samfélaginu.
Reglur um úthlutun styrkja til úrræða sem veita þolendum kynferðisofbeldis þjónustu má finna hér og umsóknareyðublað hér.
Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar af stjórn VIRK að fenginni umsögn frá sérfræðingum sjóðsins.
Úthlutun styrkja VIRK 2024.
Úthlutun styrkja VIRK 2023.
Úthlutun styrkja VIRK 2022.
Úthlutun styrkja VIRK 2021.
Úthlutun styrkja VIRK 2020.
Úthlutun styrkja VIRK 2019.