VIRKT fyrirtæki
Gott samstarf atvinnulífstengla VIRK við fyrirtæki og stofnanir er grundvöllur farsællar atvinnutengingar.
Atvinnutenging VIRK er í samstarfi við hundruð fyrirtækja og stofnana varðandi aðstoð við einstaklinga sem eru að ljúka starfsendurhæfingu og vilja stíga skrefin aftur út á vinnumarkaðinn. Samstarf við fyrirtæki og stofnanir gengur vel og viðtökur eru góðar - dýrmæt tækifæri hafa orðið til fyrir einstaklinga í atvinnutengingu.
Á ársfundi VIRK 2023 var viðurkenningin VIRKT fyrirtæki veitt í fyrsta sinn til fyrirtækja sem sinnt hafa samstarfinu við VIRK sérlega vel og sýnt samfélagslega ábyrgð - og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka.
Össur Iceland og Vista verkfræðistofa hlutu viðurkenninguna VIRKT fyrirtæki 2023 og Símstöðin og Hrafnista Laugarás/Sléttuvegi hlutu viðurkenninguna VIRKT fyrirtæki 2024.
Að þessu sinni voru 11 fyrirtæki og stofnanir tilnefnd og viðurkenningin verður veitt tveimur þeirra á ársfundi VIRK 29. apríl n.k.
Tilefnd sem VIRKT fyrirtæki 2025
-
Akureyrarbær, Velferðarsvið
-
Eir
-
Frú Pálína
-
Hjálpræðisherinn
-
Hrafnista
-
Hringanes
-
Isavia
-
Í-Mat
-
Rafver
-
Sjóvá
-
Útfararþjónusta Suðurnesja