Gæðastefna VIRK
Tilgangur gæðastefnu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er að tryggja að þjónusta við einstaklinga sem sækja um starfsendurhæfingu sé örugg, fagleg, árangursrík og í samræmi við þær lagalegu og faglegu kröfur sem gerðar eru til starfssemi sjóðsins.
Stefna:
- Starfsemi VIRK vinnur markvist að því að efla starfsgetu einstaklinga með faglegri starfsendurhæfingarþjónustu.
- Starfsemi VIRK uppfyllir ákvæði skipulagsskrár VIRK eins og hún er hverju sinni, sem var upphaflega staðfest á stofnfundi Endurhæfingarsjóðs þann 19. maí 2008.
- Starfsemi VIRK uppfyllir þær lagalegu kröfur sem gerðar eru til starfsemi hennar.
- Starfsemi VIRK uppfyllir áherslur og kröfur sem stjórn ákveður hverju sinni.
- Starfsemi VIRK uppfyllir kröfulýsingu Velferðarráðuneytisins um starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.
- Starfsemi VIRK uppfyllir alþjóðlegar kröfur samkvæmt ISO 9001 staðlinum.
- Starfsemi VIRK vinnur stöðugt að umbótum starfseminnar m.a. með eftirfylgni og úrvinnslu frávika , innri úttektum, úttektum á verklagi við ráðgjöf, rýni, matsgerð, úttektum hjá samningsbundnum úrræðaaðilum og við þekkingaröflun á gagnreyndum aðferðum við starfsendurhæfingu.
- Gæðastefna VIRK er kynnt á heimasíðu og þannig kynnt starfsmönnum og hagsmunaaðilum.
Samþykkt 21. ágúst 2018.