Fara í efni

Hvernig gerist ég þjónustuaðili?

Þeir aðilar sem uppfylla kröfur til þjónustuaðila VIRK geta sótt um að gerast þjónustuaðilar - sjá nánar í Hverjir geta gerst þjónustuaðilar hjá VIRK?  

Öll úrræði sem samþykkt eru fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK eru skráð inn í nafni þjónustuaðila. Umsókn um að gerast þjónustuaðili fer fram gegnum vefsíðu VIRK. 

Fyrsta skrefið í umsóknarferlinu er að ákveða hvort það úrræði sem bjóða á upp á, sé skráð inn í nafni fyrirtækis eða í nafni þess einstaklings sem er ábyrgur fyrir úrræðinu. 

ATH - Sem stendur er VIRK ekki með opið fyrir ný úrræði. Verið er að yfirfara öll úrræðin í upplýsingakerfinu með tilliti til þarfa í starfendurhæfingu. Á meðan á því stendur verður ekki tekið á móti nýjum umsóknum um úrræði.
Ekki er gert ráð fyrir að taka á móti nýjum umsóknum um úrræði fyrr en haustið 2025.

Áhugasamir eru beðnir að skoða vel viðmið fyrir þjónustuaðila VIRK áður en umsókn er send inn og hafa í huga að öll umbeðin gögn þurfa að fylgja svo hægt sé að afgreiða hana. Allar umsóknir þurfa að berast í rafrænu kerfi VIRK - sjá nánar hér.

Fyrirtæki sem þjónustuaðili

Ef bjóða á úrræðið í nafni fyrirtækis þarf að byrja á að gefa tilteknum starfsmanni umboð til að fara inn í kerfið fyrir þess hönd. Starfsmaðurinn sem veitt er umboðið er þar með orðinn tengiliður fyrirtækisins og getur hann þá farið á eigin rafrænum skilríkjum inn í skráningarkerfið fyrir þess hönd.  

Til að veita umboð til tengiliðs þarf forsvarsmaður eða prófkúruhafi fyrirtækis að fara hér inn.
Ath. eingöngu er þörf á að veita starfsmönnum umboð ef þeire eiga að vinna í umboði fyrirtækis annars fer starfsmaður inn í kerfið undir sínu nafni. 

Nánari leiðbeiningar um hvernig umboðum eru veitt eða þeim breytt, má finna hér.

Þegar fyrirtæki sækja um að gerast þjónustuaðilar fer tengiliður fyrirtækisins inn í skráningarkerfi VIRK á rafrænum skilríkjum og fyllir út umsókn. Í umsókninni eru skráðar inn grunnupplýsingar fyrirtækisins og þau úrræði sem fyrirtækið vill bjóða upp á fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Nánari leiðbeiningar um skráningu fyrirtækja og úrræða á þeirra vegum má finna hér.

Einyrkjar/fagaðilar sem þjónustuaðilar

Þegar einyrkjar/fagaðilar bjóða upp á úrræði í eign nafni geta þeir farið beint inn í skráningarkerfið á eigin rafrænu skilríkjum. 

Í fyrsta skrefi innskráningar eru grunnupplýsingar skráðar inn. Þegar starfsheiti hefur verið skráð birtist listi yfir þau fylgiskjöl sem fylgja þurfa umsókninni. Þetta geta verið skjöl eins og ferilsskrá, staðfesting á námi, undirritaður samningur vegna tiltekinnar þjónustu eða starfsleyfi frá embætti landlæknis þegar um heilbrigðisstarfsmenn er að ræða. 

Í skrefi 2 í umsóknarferlinu eru þau úrræði sem bjóða á upp á skráð inn og umsóknin síðan send inn til VIRK til samþykktar.

Nánari leiðbeiningar um skráningu einyrkja/fagaðila og úrræða á þeirra vegum má finna hér.

Minnum á að umsóknir um að gerast þjónustuaðili þurfa að berast í rafrænu kerfi VIRK inn á Mínar síður - þjónustuaðilar.  

Í báðum tilfellum er farið inn í skráningarkerfi VIRK með rafrænum skilríkjum inn á Mínar síður -þjónustaðilar.  

Meðhöndlun umsókna þjónustuaðila

Sem stendur er VIRK ekki með opið fyrir ný úrræði. Verið er að yfirfara öll úrræði í upplýsingakerfinu með tilliti til þarfa í starfendurhæfingu. Á meðan á því stendur verður ekki tekið á móti nýjum úrræðum. Ekki er gert ráð fyrir að taka á móti nýjum úrræðum fyrr en haustið 2025.

Fyrir samþykkta þjónustuaðila er í boði að sækja fræðslu hjá VIRK þegar formlegt samstarf hefst. Þar er farið yfir hagnýt atriði er varða samstarfið. Við bjóðum upp á kynningu á því hvernig kerfið virkar eftir þörfum. Ef áhuga er á slíkri fræðslu, sendu þá tölvupóst á urraedi@virk.is og úrræðateymið mun hafa samband.

Hafa samband