Samskiptasamningur starfsfólks VIRK
Starfsfólk VIRK hefur gert með sér Samskiptasamning til að undirstrika mikilvægi góðra samskipta á
vinnustaðnum.
Markmið með gerð svona samnings er að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu og sálrænt öryggi og ákveði í sameiningu hvernig hegðun þeir vilji að ríki á vinnustaðnum.
Samskiptasamningur VIRK inniheldur níu innihaldsríkar setningar er starfsfólk hvatt til að virða og starfa eftir honum, ásamt gildum VIRK sem eru metnaður, virðing og fagmennska.
- Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur
- Við beitum virkri hlustun án fordóma og sýnum jákvætt viðmót og þolinmæði
- Við setjum okkur sjálfum mörk og virðum mörk annarra
- Við tölum við fólk, ekki um fólk
- Við höfum hugrekki til að segja það sem okkur býr í brjósti á málefnalegan hátt
- Við sýnum ólíkum skoðunum umburðarlyndi, við megum vera ósammála
- Við höfum öll rétt til að koma með hugmyndir, gefum þeim tækifæri og hugsum í lausnum
- Við eigum samtal, túlkum ekki í eyður og látum vita ef okkur mislíkar eitthvað
- Við sýnum tillitssemi í opnu rými
Við ráðningu nýs starfsfólks er farið vel yfir Samskiptasamninginn og mikilvægi hans í menningu VIRK.
Ef upp kemur grunur um að ekki sé starfað samkvæmt honum er málið tekið fyrir og rætt.