Þjónustukönnun 2024
VIRK sendir rafræna könnun til þjónustuþega tiltölulega stuttu eftir að starfsendurhæfingu þeirra lýkur með spurningum um þjónustu VIRK og einstaka þætti hennar. Niðurstöðurnar eru teknar saman í lok hvers árs og rýndar í samanburði við stærri og umfangsmeiri þjónustukannanir sem VIRK fær utanaðkomandi aðila eins og Gallup til að vinna fyrir sig.
Í þjónustukönnununum kemur fram mikil ánægja með starf ráðgjafa VIRK og þjónustuþegarnir telja almennt að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra. Við lok þjónustu sé sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri.