Samstarf vegna túlkaþjónustu
VIRK kaupir túlkaþjónustu af túlkum um land allt.
Ráðgjafar, atvinnulífstenglar og sérfræðingar sjóðsins panta túlkaþjónustu í samræmi við þarfir einstaklinga í starfsendurhæfingu.
Til staðar er n.k. rammasamningur sem túlkar um allt land geta skráð sig á og senda þá til VIRK verðtilboð í þá þjónustu sem skilgreind er í samningnum. Skila má umsóknum ásamt fylgigögnum á Mínar síður – þjónustuaðilar. Sjá nánar hér: Hvernig gerist ég þjónustuaðili?
Sérfræðingar VIRK halda utan um allar samþykktar umsóknir túlka og koma upplýsingum um samþykktir áleiðis til ráðgjafa.
Rammasamningur um túlkaþjónustu
Umsókn um aðild að samningi – fyrir túlka