Fara í efni

Tveir nýir sérfræðingar hjá VIRK

Til baka

Tveir nýir sérfræðingar hjá VIRK

Tveir nýir sérfræðingar hafa tekið til starfa hjá VIRK. Það eru nöfnurnar Margrét Gunnarsdóttir og Margrét Helga Theodórsdóttir.

Margrét lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1991 og  MSc gráðu í sálmeðferð (psychotherapy) frá Háskólanum í Derby, Englandi 2008.  Hún starfaði við þverfaglega endurhæfingu í 18 ár, bæði  einstaklings- og hópmeðferð.  Frá september 2009 til ágúst 2011 vann hún sem ráðgjafi á vegum VIRK fyrir BHM, SSF, KÍ og önnur háskólafélög.

Margrét Helga lauk námi í iðjuþjálfun frá Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn 2002. Hún starfaði við þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi í níu ár, fimm ár á sviði starfsendurhæfingar og fjögur ár á tauga- og hæfingasviði.
Hún hefur einnig starfað sjálfstætt sem sérfræðingur í sérhæfðu matsteymi VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband