Fara í efni

Fréttir

Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar

Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla, ræðir efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og kostnað kulnunar og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK, fer yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði.

Styrkir VIRK 2025

Að þessu sinni verður sérstaklega horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einhverfra einstaklinga í styrkveitingum VIRK - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.

Er þinn vinnustaður klár í kombakk?

VIRK stendur fyrir vitundarvakningu með það að markmiði að hvetja okkur sem samfélag til að taka vel á móti þeim sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys og einnig fjölga fyrirtækjum og stofnunum í samstarfi við Atvinnutengingu VIRK.

Úthlutun styrkja VIRK

VIRK veitir árlega styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Alls hlutu 25 aðilar styrk að þessu sinni.

Er allt í gulu á þínum vinnustað?

VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitið buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði á Teams miðvikudaginn 18. september. Upptöku af fundinum má finna í fréttinni.

Hugsum um: Höfuð, herðar, hné og tær!

VIRK og Vinnueftirlitið standa að vitundarvakningunni Höfuð herðar hné og tær um mikilvægi þess að byggja upp traust og heilbrigða vinnustaðamenningu sem leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks.

Símstöðin og Hrafnista VIRKT fyrirtæki 2024

Fimmtán fyrirtæki og stofnanir voru tilnefnd að þessu og á ársfundi VIRK var Símstöðinni og Hrafnistu Laugarás/Sléttuvegi veitt viðurkenningin VIRKT fyrirtæki 2024.

Ársfundur VIRK 2024

Ársfundur VIRK var haldinn mánudaginn 29. apríl á Grand Hótel Reykjavík.

19,4 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK

19,4 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2023 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling nam 12 milljónum króna samkvæmt nýútkominni skýrslu Talnakönnunar.

Hafa samband