Fara í efni

Fréttir

Viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt

Viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað voru kynnt þann 7. október og vefsvæði opnað á heilsueflandi.is sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt.

Formlegt samstarf VIRK við stofnanir velferðarkerfisins

Auk samstarfs ráðgjafa og atvinnulífstengla VIRK við fagaðila, stofnanir og fyrirtæki í starfsendurhæfingarferli einstaklinga þá hefur VIRK byggt upp formlegt samstarf við aðila velferðarkerfisins sem miðar að því að bæta enn frekar flæði og vinnuferla með hagsmundi einstaklinga í huga.

Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 17 aðilar hlutu styrki að þessu sinni.

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Í þjónustukönnun VIRK kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK og mjög mikil ánægja með starf ráðgjafa. Almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra; sjálfsmynd þeirra sé sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri við lok þjónustu.

Það borgar sig að fjárfesta í fólki

Á árinu 2020 komu 2.331 nýir einstaklingar inn í þjónustu VIRK og 1.601 einstaklingar luku þjónustu. Þetta er mesti fjöldi nýra og útskrifaðra einstaklinga frá upphafi. Um 2.600 einstaklingar voru í þjónustu í árslok.

Þróunarverkefni VIRK – Kulnun í starfi

Það er mikilvægt þegar rætt er um menn og málefni að ákveðin samstaða sé um skilgreiningar á því sem átt er við, þó vissulega geti verið skiptar skoðanir um málefnið. Umræður geta verið af hinu góða og mikilvægt að opnað sé á samtalið og fólk hvatt til að segja frá sér, sinni líðan og högum.

Horft til framtíðar: IPS – Individual placement and support

Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit - Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn

Ár nýrra áskorana

Auk fjölgunar nýrra einstaklinga í þjónustu þá glímdu ráðgjafar, starfsmenn, þjónustuaðilar og þjónustuþegar við nýjar og um margt flóknar áskoranirnar sem fylgdu Covid-19.

Hafa samband