Fara í efni

Fréttir

Fleiri nýir en færri útskrifaðir

2.306 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2022, 3% fleiri en árinu áður. 1.760 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 5% færri en 2021 en það ár var metár í útskriftum frá VIRK.

Upplýsingaöryggisvottun VIRK

Í lok árs 2022 hlaut VIRK upplýsingaöryggisvottun ISO/IEC 27001:2013 á allri starfssemi sinni, líklega fyrst sambærilegra stofnana hér á landi. Vottunin er endapunktur tæplega tveggja ára innleiðingar gæðakerfis VIRK um upplýsingaöryggi.

Auglýst eftir efni í ársrit VIRK

Ársrit VIRK verður venju samkvæmt gefið út á ársfundi VIRK sem haldinn verður í aprílmánuði. Þema ársritsins 2023 er endurkoma til vinnu.

Styrkir VIRK 2023

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.

Velvirk í starfi

Ný þjónusta forvarnasviðs VIRK sem miðar að því að efla starfsfólk og stjórnendur í starfi.

Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 14 aðilar hlutu styrki að þessu sinni og heildarupphæð styrkja nam tæplega 29 milljónum króna.

Hafa samband