Árið 2022 töldu 58% umsækjenda sig glíma við einkenni kulnunar, kulnun var nefnd sem ein ástæða tilvísunar í 14,1% beiðna til VIRK en 6,1% beiðnanna uppfylltu skilyrði WHO um kulnun.
2.306 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2022, 3% fleiri en árinu áður. 1.760 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 5% færri en 2021 en það ár var metár í útskriftum frá VIRK.
Í lok árs 2022 hlaut VIRK upplýsingaöryggisvottun ISO/IEC 27001:2013 á allri starfssemi sinni, líklega fyrst sambærilegra stofnana hér á landi. Vottunin er endapunktur tæplega tveggja ára innleiðingar gæðakerfis VIRK um upplýsingaöryggi.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.