Fara í efni

Víðtækt samstarf og samhæfing á sviði endurhæfingar

Til baka
Frá undirritun samstarfssamningsins 31. október 2024 - Mynd: stjornarrad.is
Frá undirritun samstarfssamningsins 31. október 2024 - Mynd: stjornarrad.is

Víðtækt samstarf og samhæfing á sviði endurhæfingar

Vigdís Jónsdóttir forstjóri undirritaði nýverið f.h. VIRK samning sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi. 

Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda.

Aðilar að samningnum eru Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, VIRK, sveitarfélögin og veitendur heilsugæsluþjónustu og félagsþjónustu um allt land. Saman mynda þessir aðilar kerfisbundna heild um veitingu endurhæfingarþjónustu á landsvísu

Samningurinn tekur gildi 1. september 2025 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkvæmt lögum sem öðlast gildi á sama tíma.

Sjá nánar hér.


Fréttir

14.01.2025
19.12.2024

Hafa samband