Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar
Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar
Forvarnasvið VIRK stendur fyrir morgunfundi um kulnun og vinnumarkaðinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 8.15 - 10.00.
Á morgunfundinum mun Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla, ræða efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og kostnað kulnunar og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK, fara yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði.
Morgunfundurinn verður haldinn í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 8.15, húsið opnar með morgunhressingu kl. 8.00.
Morgunfundurinn er öllum opinn en skrá þarf mætingu hér.
Dagskrá
Hvað kostar kulnun? Efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu
Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla
Erindið byggir á viðamikilli nýrri rannsókn þar sem notast er við læknisfræðileg gögn um sjúkdómsgreiningar og ítarleg vinnumarkaðsgögn frá Svíþjóð. Fyrst eru sýnd tengsl streitu og kulnunar og hvernig eiginleikar einstaklinga og starfa spila þar inn í. Næst eru metin efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og hagrænn kostnaður kulnunar. Að lokum er sýnt hvernig spálíkan metið með vélnámi (e. machine learning) getur spáð fyrir um kulnun með töluverðri vissu og sú spá notuð til að meta líkan af kostnaði og ábata af inngripum sem draga úr líkum á kulnun.
Kulnun á íslenskum vinnumarkaði
Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK
Í erindinu er farið yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði og greint eftir ýmsum þáttum. Einnig verður fjallað um þróunarverkefni hjá VIRK varðandi kulnun og starfsendurhæfingu.