Fara í efni

Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar

Til baka

Kulnun og vinnumarkaðurinn - Morgunfundur 13. febrúar

Forvarnasvið VIRK stóð fyrir fjölsóttum morgunfundi um kulnun og vinnumarkaðinn fimmtudaginn 13. febrúar.

Á morgunfundinum ræddi Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla, efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og kostnað kulnunar fyrir einstaklinga og samfélag. Erindi Jósefs byggði á viðamikilli nýrri rannsókn þar sem notast er við læknisfræðileg gögn um sjúkdómsgreiningar og ítarleg vinnumarkaðsgögn frá Svíþjóð.

Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK, fór í erindi sínu yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði og greindi eftir ýmsum þáttum. Einnig fjallaði hún um þróunarverkefni hjá VIRK varðandi kulnun og starfsendurhæfingu.

Erindin kölluðu á áhugaverðar spurningar og umræður fundarmanna.

Upptökur af erindum Jósefs og Guðrúnar Rakelar má finna hér.


Fréttir

14.02.2025
19.12.2024

Hafa samband