05.01.2012
Lífið tók nýja og frábæra stefnu
Valtýr Örn Gunnlaugsson varð að hætta að vinna í janúar 2010 vegna slæmra verkja í líkamanum. Hann var þjáður af
liðagigt með tilheyrandi bólgum og sársauka. Valtýr Örn fékk lítinn skilning á aðstæðum sínum og það var ekki
fyrr en hann fékk viðtal hjá ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs sem líf hans snerist til betri vegar.