12.12.2011
Fékk nýja vinnu með hjálp ráðgjafans
„Ég get algjörlega þakkað Starfsendurhæfingarsjóði að ég er kominn með fasta vinnu. Mér fannst óhugsandi að hanga
heima þótt ég sé með skerta starfsgetu fyrir gamla starfið mitt. Það eru til önnur úrræði,“ segir Ársæll Freyr
Hjálmsson rafvirki sem lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir um ári síðan. Hann leitaði til Sigrúnar Sigurðardóttur ráðgjafa VIRK
og er nú kominn í fullt starf.