Fara í efni

Fréttir

Ársfundur VIRK

Ársfundur VIRK verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 8:00 til 12:00 í Hörpu í salnum Norðurljós. Dagskráin er tvískipt. Fyrri hluti fundarins inniheldur fræðandi erindi og hefst hann með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra kl. 8:15. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK mun síðan fara yfir starfsemi VIRK á síðastliðnu ári og Ingibjörg Jónsdóttir prófessor við Institute of Stress Medicine í Gautaborg mun halda erindi um reynslu og niðurstöður nýjustu rannsókna varðandi forvarnir og starfsendurhæfingu vegna kulnunar og síþreytu á vinnustöðum. Kaffihlé verður frá kl. 10:30 til 11:00 og að því loknu hefjast hefðbundin ársfundarstörf. Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundarins er að finna  hér. Ársfundurinn er öllum opinn og einnig er hægt að taka einungis þátt í fyrri hluta fundarins frá kl. 8:00 – 10:00. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku og það er hægt að gera hér (sjá einnig skráningarmöguleika hér til hægri á heimasíðunni).

Þróun á starfi ráðgjafa í starfsendurhæfingu

Starf ráðgjafa í starfsendurhæfingu á vegum VIRK og stéttarfélaga um allt land er nýtt hér á landi.  Ráðgjafar eru ráðnir til stéttarfélaga en VIRK stýrir þeirra faglega starfi.  Starf þeirra hefur verið í mikilli þróun þar sem sífellt er verið að bæta þeirra vinnulag og finna leiðir til að gera starfið sem árangursríkast.  Ráðgjafar hafa bent á að þeim finnst þeir búa við nokkuð mikið álag í starfi og eins hefur verið kallað á að sett séu skýrari viðmið um það hvað telst eðlilegur fjöldi viðtala og einstaklinga í starfi ráðgjafa.  Á sama tíma er þjónustan í sífelldri þróun og við erum að reka okkur á nýja hluti svo það hefur ekki verið einfalt að setja ákveðin viðmið í þessu samhengi.

Fjarverusamtal – eyðublað

Fjarverusamtal er eitt af þeim verkfærum sem VIRK hefur verið að þróa í samstarfi við þátttökufyrirtækin í verkefninu Virkur vinnustaður. Þetta samtalsform getur nýst stjórnendum sem formlegur samtalsrammi vegna skammtímafjarveru starfsmanna. Mikilvægt er að ræða við starfsmenn sem er með tíðar skammtímafjarvistir út frá skráðum fjarvistum og þeim aðstæðum sem geta haft áhrif á mætingu þeirra. Leiðbeiningar um fjarverusamtal og samtalsform má nálgast hér. 

Myndbönd um fjarverustefnur í grunn- og leikskóla

Bakkaskóli í Fredericia er venjulegur danskur grunnskóli. Á síðasta ári voru 35 af 45 kennurum skólans aldrei veikir. Þann árangur má rekja til fjarverustefnu vinnustaðarins þar sem áhersla er lögð á forvarnir, umhyggju starfsfólksins gagnvart hvert öðru, gagnkvæmt traust og að skólastjórinn er sýnilegur. Stofnaður var þriggja manna starfshópur sem fylgist með líðan samstarfsfólksins og reynt er að grípa inn í áður en starfsmaður verður veikur. Í myndbandi númer 5 má sjá hvernig skólastjórinn og trúnaðarmaður lýsa ferlinu. Á leikskólanum í Spodsbjerg snerist vandamálið um það að svo til daglega var einhver starfsmaður fjarverandi frá vinnu. Þar hefur verið unnið með fjarvistastefnu í níu mánuði og starfsfólk hefur tekið umræðuna um skilgreiningu á veikindum og fjarveru. Í myndbandi 6 er meðal annars fjallað um verkefnið „Raunveruleg umhyggja“ sem sett var á laggirnar í leikskólanum.

Myndbönd um starfsvin og veikindafjarveru

Í tveimur nýjum dönskum myndböndum frá fyrirtækinu CABI, sem nálgast má hér með íslenskum texta, er fjallað um veikindafjarveru. Í myndbandi nr. 3 er fjallað um hvernig tekið er á skammtíma- og langtímafjarveru með því að útbúa verklagsreglur. Í myndbandi nr. 4 er áherslan á hvernig starfsvinur (mentor) hugar að líðan starfsmanna og kemur til hjálpar þegar starfsmaður tilkynnir veikindi. Í upphafi mættu hugmyndir um fjarverusamtal í skammtímafjarveru andstöðu því hugsunin var sú, að annað hvort væri fólk veikt og þá fjarri vinnu eða það væri frískt og mætti til starfa. Nú hefur ný hugsun rutt sér rúms og fjalla myndböndin meðal annars um breytt viðhorf.

Dæmi um fjarverustefnur

Stefna um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys er yfirleitt ekki tilgreind sérstaklega í starfsmannastefnu vinnustaða hér á landi. Þó eru oft ákveðin vinnuferli sem ber að fylgja ef um miklar fjarvistir er að ræða eða þegar starfsfólk kemur aftur til starfa eftir langtímaveikindi.  Rannsóknir hafa sýnt fram á fækkun fjarvista og aukna starfsánægju hjá þeim fyrirtækjum sem hafa innleitt slíka stefnu. Meginþáttur í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður er þarfagreining vinnustaðanna, mótun stefnu og innleiðing ferla tengdum fjarvistum og velferð starfsmanna. Hér má sjá dæmi um fjarverustefnur.   

Ársfundur VIRK 2012

Ársfundur VIRK verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 8:00 til 12:00 í Hörpu í salnum Norðurljós.  Dagskráin er tvískipt.  Fyrri hluti fundarins inniheldur fræðandi erindi og hefst hann með ávarpi Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra kl. 8:15.  Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK mun síðan fara yfir starfsemi VIRK á síðastliðnu ári og Ingibjörg Jónsdóttir prófessor við Institute of Stress Medicine í Gautaborg mun halda erindi um reynslu og niðurstöður nýjustu rannsókna varðandi forvarnir og starfsendurhæfingu vegna kulnunar og síþreytu á vinnustöðum.   Kaffihlé verður frá kl. 10:30 til 11:00 og að því loknu hefjast hefðbundin ársfundarstörf.  Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundarins er að finna hér. Ársfundurinn er öllum opinn og einnig er hægt að taka einungis þátt í fyrri hluta fundarins frá kl. 8:00 – 10:30.  Nauðsynlegt er að skrá þátttöku og það er hægt að gera hér (sjá einnig skráningarmöguleika hér til hægri á heimasíðunni).

Hvernig geta stjórnendur tekist á við of mikla fjarveru frá vinnu?

Ástæður þess að starfsfólk er fjarverandi frá vinnu eru margvíslegar eins og vegna eigin veikinda, veikinda barna, aldraðra ættingja, andláts náinna ættingja og skólafría barna, svo dæmi séu tekin. Til þess að stjórnendur geti áttað sig á fjarveru starfsfólks og gert viðeigandi ráðstafanir þar að lútandi er nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir ástæður fjarverunnar og vinna með fjarverutölur. Á næstu vikum munu birtast á heimasíðu VIRK samtals átta dönsk myndbönd frá fyrirtækinu CABI um hagnýt ráð sem fjalla um það hvernig stjórnendum í samvinnu við starfsfólk hefur tekist að draga úr fjarveru frá vinnu. Í myndböndunum er rætt við stjórnendur, starfsfólk og trúnaðarmenn.

Starfsmenn og ráðgjafar VIRK

Í byrjun árs 2012 störfuðu á skrifstofu VIRK 16 starfsmenn í ríflega 13 stöðugildum.  Um er að ræða fjölbreyttan hóp sérfræðinga á mismunandi fagsviðum auk starfsmanna á skrifstofu og við bókhald og umsýslu fjármála.  Hér á heimasíðunni má sjá upplýsingar um starfsmenn VIRK. Í byrjun ársins 2012 störfuðu 34 ráðgjafar í um 29 stöðugildum á vegum VIRK fyrir stéttarfélög um allt land.  Lista yfir alla ráðgjafa VIRK er að finna hér.  Í heild starfa því um 50 einstaklingar á vegum VIRK annað hvort sem starfsmenn eða ráðgjafar hjá stéttarfélögum um allt land.  Umfangið hefur því vaxið mikið og kallað á breytta skipulagningu á ábyrgðarsviðum og verkefnum starfsmanna.  

Veikindafjarvera

Tæplega 1500 starfsmenn sem taka þátt í verkefninu Virkur vinnustaður, sem er þróunarverkefni á vegum VIRK, voru spurðir  haustið 2011 um hversu lengi og hversu oft þeir voru fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum 12 mánuðum vegna eigin veikinda. Þessar spurningar voru liður í spurningakönnun um vinnuumhverfið, líðan, starfsánægju og stjórnun á vinnustöðum.  Í ljós kom að starfsmenn töldu sig hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda að meðaltali í 8,7 daga á síðastliðnum 12 mánuðum og að þeir hefðu verið í 3,1 skipti fjarverandi á þessum tíma.  Þetta eru ákveðnar vísbendingar um viðmið fyrir veikindafjarveru en mikilvægt er að skoða fjarvistatölur í samhengi við menningu vinnustaðar og stjórnunarhætti. 

Hafa samband