31.10.2012
Ný myndbönd um starfsvin á vinnustað
Víða erlendis hafa vinnustaðir góða reynslu af því að vera með starfsvin þegar starfsfólk er að koma til baka á eigin
vinnustað eftir langtímaveikindi eða þegar nýtt starfsfólk er ráðið inn sem hefur ekki verið á vinnumarkaði lengi. VIRK er um
þessar mundir að skilgreina hlutverk starfsvina (mentora) á vinnustöðum sem getur verið margbreytilegt eftir aðstæðum.
Með því að smella á hnappinn hægra megin á síðunni sem heitir Fræðslumyndbönd er hægt að skoða myndbönd um fjarverustjórnun og myndbönd um starfsvin. Taka skal þó fram að
hér um dönsk myndbönd að ræða sem byggjast á dönskum aðstæðum og vinnureglum og því er ekki endilega um hliðstæðu
að ræða við hlutverk starfsvinar eins og VIRK mun kynna þau. Myndböndin eru með íslenskum texta.