12.03.2013
Nýr sérfræðingur hjá VIRK
Jónína Waagfjörð hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá VIRK fyrir þróunarverkefnið Virkur vinnustaður. Hún er
sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem slíkur í yfir 20 ár. Árið 1989 útskrifaðist
hún með MSc gráðu innan taugasjúkdóma og hreyfistjórnunar frá Boston University í Bandaríkjunum. Eftir útskrift starfaði
hún í Bandaríkjunum við sjúkraþjálfun þar sem hún kenndi sjúkraþjálfun við University of South Alabama og vann einnig
við meðhöndlun sjúklinga. Síðustu 3 árin starfaði hún sem yfirmaður endurhæfingarstöðvar í úthverfi Detroit í
Michigan fylki. Eftir heimkomu tók Jónína við lektorsstöðu við læknadeild Háskóla Íslands innan sjúkraþjálfunar og
rannsóknastöðu við Landspítala Háskólasjúkrahús og starfaði við það í 4 ár þar til hún flutti til
Bretlands.