05.11.2012
Þriðja árið í röð fækkar veikindadögum á dönskum vinnustöðum og voru þeir að meðaltali 7,3 dagar árið
2011 í einkageiranum hjá fólki í fullu starfi eða 3,3%. Árið 2008 voru fjarverudagarnir að meðaltali 8,7. Einnig hefur dregið
úr fjarveru hjá hinu opinbera en töluvert minna.
Fyrirtækjaráðgjafi hjá CABI (Center for Aktiv BeskæftigelsesIndsats) segir að þennan árangur megi þakka því mikla átaki sem
hafi átt sér stað á dönskum vinnumarkaði þar sem unnið er markvisst með fyrirtækjum til að ná þessu
markmiði. „Það er kominn skilningur á því að veikindafjarvera stafar ekki einungis af bakteríum eða vírusum og
að allir bera ábyrgð á vinnustaðnum og geta lagt sitt af mörkum,“ segir Camilla Høholt Smith í viðtali
í septemberhefti Agenda. Hún bendir á að séu vandamál á vinnustaðnum sé mikilvægt að
ræða þau í hreinskilni því þau geti verið ástæða fjarverunnar. Þetta krefjist ákveðinna hæfileika hjá
stjórnendum. Prófessor við Árósaháskóla segir að á þeim vinnustöðum þar sem tilkynna á veikindi beint til
yfirmanns séu fjarvistir marktækt færri en þar sem einungis þarf að tilkynna veikindi til móttökunnar.