Nýr ráðgjafi
Til baka
14.11.2012
Nýr ráðgjafi
Steinhildur Sigurðardóttir er nýr ráðgjafi sem ráðinn hefur verið til starfa hjá stéttarfélögum í Hvalfirði,
Borgarfirði, á Mýrum, á Snæfellsnesi og í Dalasýslu í samstarfi við VIRK. Steinhildur útskrifaðist sem sjúkraliði
árið 1986 og hóf þá störf á Borgarspítalanum þar sem hún starfaði á handlæknisdeildum í 16 ár.
Hún lauk B.A. prófi í félagsfræði frá H.Í. árið 2001 og starfsréttindanámi í félagsráðgjöf
frá H.Í. árið 2002. Undanfarin tíu ár hefur hún starfað hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar með
starfsendurhæfingu sem sérsvið.
Starfsstöð Steinhildar er hjá Stéttarfélagi Vesturlands í Borgarnesi.
Starfsstöð Steinhildar er hjá Stéttarfélagi Vesturlands í Borgarnesi.