29.08.2013
Með jákvæðni að vopni
„Mér finnst gott að geta sagt, ég er upptekin, ég er að vinna til klukkan fimm virka daga,“ segir Katrín Björg Andersen þegar hún er
spurð hvenær dagsins hún hafi tíma til að segja frá reynslu sinni. Hún var utan vinnumarkaðar í tvö ár, það kom ekki
til af góðu.
„Fyrir réttum tveimur árum, í lok ágúst 2011 hitti ég fyrst ráðgjafa hjá VIRK,“ segir Katrín Björg þegar
við höfum komið okkur fyrir í vistlegri stofu á heimili fjölskyldunnar í Mosfellsbæ. „Þegar ég mætti hjá
ráðgjafanum vissi ég ekki hvað væri framundan eða hvernig ég ætti að snúa mér í mínum veikindum, sem enginn vissi
þá af hverju stöfuðu. Tveir ráðgjafar hjá VIRK komu að máli mínu þessi tvö ár og leiddu mig með
úrræðum sínum í gegnum þetta langa ferli. Margt reyndist í boði og ég ákvað strax að vera dugleg að prófa og
nýta mér þau úrræði sem buðust. Ég fékk alla aðstoð sem ég þurfti með því einu að mæta á
fundi hjá VIRK. Báðir ráðgjafarnir, sem ég skipti við, voru afskalega duglegir að finna úrræði og opna fyrir mér leið
mér sem áður virtist algerlega lokuð. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ógnvekjandi hve vonlaus ég var fyrir réttum tveimur
árum.