23.09.2013
Nýr ráðgjafi hjá Eflingu
Guðrún Sigurbjörnsdóttir er nýr ráðgjafi sem hefur hafið störf hjá Eflingu og sjómannafélagi Íslands.
Guðrún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1996 og kenndi í 12 ár bæði
á Bolungarvík og í Reykjavík. Árið 2008 lauk hún diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf en hún hefur
einnig lokið diplóma námi í hugrænni atferlismeðferð. Síðastliðin 5 ár hefur hún verið náms- og
starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun Höfuðborgarsvæðisins. Hún skrifar núna MA ritgerðina sína í náms- og
starfsráðgjöf samhliða ráðgjafastarfinu hjá VIRK. Við bjóðum hana velkomna til starfa.