Fara í efni

Hreyfitorg; formleg opnun og málþing 13. september

Til baka

Hreyfitorg; formleg opnun og málþing 13. september

Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september  kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val.

Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefjarins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður.

Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils).

Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu  framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Þátttaka í opnuninni og málþinginu er án endurgjalds en skrá þarf þátttöku.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráning eru á heimasíðu Embættis landlæknis 

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband