Fara í efni

Fréttir

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Níní Jónasdóttir og Auður Þórhallsdóttir hófu störf nýverið hjá VIRK. Níní sem sérfræðingur og Auður sem deildarstjóri.

Kynningarmyndband um VIRK

Hlutverk og starfsemi VIRK eru gerð skil í stuttu máli á íslensku og ensku í nýju myndbandi.

Velheppnuð haustfræðsla

Ráðgjafar VIRK stilltu saman strengi sína í vikunni. Fóru yfir verkefnin og praktísk mál, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra, unnu hópavinnu og sátu námskeið um áhugahvetjandi samtalstækni.

Ánægja með Virkan vinnustað

Þátttaka í Virkum vinnustað, þróunarverkefni VIRK, breyttu miklu í starfi leikskólans Kirkjubóli í Garðabæ að sögn Mörtu Sigurðardóttur leikskólastjóra.

Markviss fjarveruskráning mikilvæg forvörn

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fór af stað með þróunarverkefnið Virkur vinnustaður í samvinnu við atvinnurekendur árið 2011 en verkefni snýst um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Markmið verkefnisins, sem lýkur í árslok, er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og eftirlit með fjarveru.

Gengið þvert á samkomulag um VIRK

Stjórnvöld ganga þvert á gerða samninga með því að greiða ekki mótframlag sitt til VIRK sagði Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður VIRK í hádegisfréttum RÚV.

Erlendir fagaðilar líta til VIRK

Samstarf og samskipti við erlenda aðila gegna mikilvægu hlutverki í faglegu starfi og uppbyggingu VIRK sem hefur leitað í smiðju fremstu sérfræðinga í heiminum hvað varðar faglegar áherslur og árangursríka nálgun í starfsendurhæfingu. Árangur og uppbygging VIRK hefur vakið athygli erlendis og töluverð eftirspurn er eftir fyrirlesurum frá VIRK á erlendar ráðstefnur og þing.

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nýverið, Elín M. Andrésdóttir fyrir félög háskólamanna og Kristín Björg Jónsdóttir fyrir verkalýðsfélögin á Akranesi. Þá hóf Hrefna Guðmundsdóttir störf sem sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði.

Sérfræðing og læknaritara vantar

VIRK - leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að starfa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar og öflugum læknaritara.

Hafa samband