Fara í efni

Fréttir

Gengið þvert á samkomulag um VIRK

Stjórnvöld ganga þvert á gerða samninga með því að greiða ekki mótframlag sitt til VIRK sagði Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður VIRK í hádegisfréttum RÚV.

Erlendir fagaðilar líta til VIRK

Samstarf og samskipti við erlenda aðila gegna mikilvægu hlutverki í faglegu starfi og uppbyggingu VIRK sem hefur leitað í smiðju fremstu sérfræðinga í heiminum hvað varðar faglegar áherslur og árangursríka nálgun í starfsendurhæfingu. Árangur og uppbygging VIRK hefur vakið athygli erlendis og töluverð eftirspurn er eftir fyrirlesurum frá VIRK á erlendar ráðstefnur og þing.

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nýverið, Elín M. Andrésdóttir fyrir félög háskólamanna og Kristín Björg Jónsdóttir fyrir verkalýðsfélögin á Akranesi. Þá hóf Hrefna Guðmundsdóttir störf sem sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði.

Sérfræðing og læknaritara vantar

VIRK - leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að starfa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar og öflugum læknaritara.

Verum virk – á pólsku

Bæklingurinn Verum virk hefur verið þýddur á pólsku. Þá hafa grunnupplýsingar um VIRK verið gerðar aðgengilegar á ensku og pólsku hér á virk.is.

„Markmiðið var alltaf að komast í vinnu aftur“

Steinþór B. Jóhannsson leitaði til VIRK og komst á vinnustaðasamning hjá Prentmeti að lokinni starfsendurhæfingu. Honum var vel tekið, fékk góða aðstoð og var fastráðinn hjá fyrirtækinu.

Fyrirtæki og bændur til fyrirmyndar

Ótrúlega vel hefur gengið að fá fyrirtæki og bændur til að virkja atvinnulaust fólk með geðraskanir til þátttöku í atvinnulífinu. Vel er tekið í verkefnið og það framkvæmt af myndarskap.

Gott að virkja mannauðinn

„Það er tiltölulega stutt síðan ég kynntist starfsemi VIRK að ráði og mér finnst hún afskaplega jákvæð. Það er mjög gott að hægt sé að virkja fólk sem ella kynni að detta út af vinnumarkaði."

„Ráðgjafinn var mín heilladís“

„Ráðgjafinn hjálpaði mér að setja niður markmið og taka þetta skref fyrir skref. Hún lét mig vita að hún væri til staðar fyrir mig og mér fannst hún ná til mín og ég hefði ekki getað óskað mér neinn annan“

Þverfagleg sýn mikilvæg

Fleiri einstaklingar með fjölþættan vanda leita nú til ráðgjafa VIRK. Mikil og hröð aukning á eftirspurn þjónustu hefur kallað á aðlögun verklags og nánari útfærslu á faglegum áherslum.

Hafa samband