Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Til baka

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf nýverið, Elín M. Andrésdóttir fyrir félög háskólamanna og Kristín Björg Jónsdóttir fyrir verkalýðsfélögin á Akranesi. Þá hóf Hrefna Guðmundsdóttir störf sem sérfræðingur á starfsendurhæfingarsviði.

Elín Matthildur útskrifaðist árið 2007 úr félagsráðgjöf með starfsréttindum frá HÍ og byrjaði að vinna þá um haustið hjá Reykjavíkurborg. Hún var einnig í stýrihópi Kvennasmiðju sem er úrræði fyrir mæður sem lengi hafa verið utan vinnumarkaðar. Frá janúar 2014 og þar til Elín Matthildur hóf störf hjá VIRK gegndi hún einnig deildarstjórastöðu í afleysingum hjá Reykjavíkurborg.

Kristín Björg útskrifaðist með BS gráðu í sálfræði vorið 2009 og með MS í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Með námi hafði Kristín meðal annars unnið sem aðstoðarkona sjúkraþjálfara á Dvalarheimilinu Höfða. Kristín var ráðinn strax eftir útskrift í afleysingar fyrir ráðgjafa VIRK á Akranesi.

Hrefna er með BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ, kennsluréttindi frá KHÍ, löggildingu sem verðbréfamiðlari og er að ljúka meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf. Hún er með margra ára reynslu af upplýsinga-, fræðslu og kennslumálum og hefur meðal annars starfað sem fræðslu- og upplýsingastjóri hjá Umhverfisstofnun og sem fræðslustjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Landsteinar (nú LS Retail). Hrefna vinnur samhliða starfi sínu að meistararitgerð sinni sem fjallar um starfsendurhæfingu. Einnig er hún í starfsþjálfun sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá BSRB.

Við bjóðum þær velkomnar til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband