Fara í efni

Fréttir

Hvað er starfsendurhæfing?

Starfsendurhæfing hefur verið skilgreind sem allt það sem hjálpar einstaklingi með heilsubrest að vera í vinnu, komast aftur til vinnu og haldast í vinnu.

Gleði á vinnustað og tíu gleðiráð

Rannsóknir hafa sýnt að hagnaður fyrirtækja, þar sem vinnugleði er ríkjandi, er nær tvöfalt meiri en samanburðarfyrirtækjanna og að vinnugleði getur dregið úr fjarveru starfsfólks sem og minnkað starfsmannaveltu. Stjórnendur bera ábyrgð á því að skapa umhverfi sem ýtir undir starfsánægju. Hins vegar ber hver starfsmaður ábyrgð á eigin starfsánægju og gleði í vinnu en hvorki vinnufélagarnir, yfirmenn né samfélagslegir þættir. Rannsóknir hafa einnig sýnt að skort á starfsánægju má oft rekja til tímapressu, umkvartana, skorts á hrósi og viðurkenningu. Gleði og starfsánægja á vinnustöðum er því samspil stjórnunar, menningar, samstarfsfólks og síðast en ekki síst að hver starfsmaður velji sér það viðhorf að vera ánægður í starfi. Sjá Tíu gleðiráð. Í verkefninu Virkur vinnustaður hafa nokkrir vinnustaðanna gripið til ýmissa ráða til að gera andrúmsloftið á vinnustaðnum glaðlegra. Dæmi um slíkt er að hafa sameiginlegt morgunkaffi fyrir vinnu einu sinni í viku, hrósa oftar fyrir vel unnin störf, starfsmenn segja frá einhverju jákvæðu í upphafi hvers starfsmannafundar, óvænt ferð í bakaríið að sækja kaffibrauð öðru hvoru og sameiginlegur kaffitími með öllum deildum einu sinni í mánuði, svo dæmi séu nefnd.

Fjölgun starfsfólks leiddi til minni útgjalda

Á niðurskurðartímum er starfsfólki oft fækkað þannig að aukið álag verður á þá sem eftir eru. Ef álagið verður of mikið í langan tíma eru líkur á auknum veikindum starfsfólks og jafnvel að komi til langtímafjarveru. Á vinnustöðum eins og öldrunarheimilum, sjúkrahúsum, leikskólum og víðar þar sem vistmenn, sjúklingar og börn þarfnast ákveðinnar grunnþjónustu er fólk oft kallað á aukavakt sem eykur launakostnað.

Hvers vegna fjarverustefna og fjarverusamtal?

Einn hluti af fjarverustefnu er að hafa fjarverusamtal, sem oft er nefnt „erfiða samtalið“ í nágrannalöndum okkar. Það er vegna þess að fyrir örfáum árum var veikindafjarvera ekki algengt umræðuefni milli stjórnenda og starfsfólks. Stjórnendur áttu erfitt með að taka á svo viðkvæmum málum og starfsfólki fannst að veikindi sín kæmu vinnustaðnum ekki við.  Það er rétt að sjúkdómar eru einkamál starfsmannsins en fjarveran hefur áhrif á vinnustaðinn og hana þarf að ræða.

Norræn ráðstefna í starfsendurhæfingu

Dagana 12.-14. september 2012 verður haldin norræn ráðstefna í starfsendurhæfingu í Grenå í Danmörku. Tilgangur þessarar ráðstefnu er að kynna nýjar rannsóknir á þessu sviði og tengsl við klíníska vinnu. Tveir starfsmenn VIRK munu halda erindi á þessari ráðstefnu. Sjá nánari dagskrá hér

VIRK leitar að öflugum sérfræðingi á sviði starfsendurhæfingar

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til að stafa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar.  Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna að uppbyggingu, þróun og  þjónustu á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða mjög krefjandi starf.  Starfið var auglýst í Fréttablaðinu um síðustu helgi.

Samvinna ráðgjafa VIRK og atvinnurekenda í Þingeyjarsýslum

Nýlega var í N4 - Sjónvarpi Norðurlands tekið viðtal við Ágúst Sigurð Óskarsson ráðgjafa VIRK í Þingeyjarsýslum.  Í viðtalinu ræðir hann um þjónustuna sem er í boði, starf ráðgjafa og einstaklega góða samvinnu við atvinnurekendur á svæðinu.  Atvinnurekendur í Þingeyjarsýslum hafa verið mjög sveigjanlegir og tilbúnir til að gefa einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til endurkomu á vinnumarkað.  Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér.

Nýr ráðgjafi á Akranesi

Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu hefur tekið til starfa, í afleysingu til eins árs, hjá stéttarfélögum á Akranesi í samstarfi við VIRK. Það er Kristín Björg Jónsdóttir sem starfar fyrir Verkalýðsfélag Akraness, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Kristín Björg er með B.s gráðu í sálfræði og útskrifaðist með meistaragráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2012.

Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða

Í síðustu viku varð frumvarp um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að lögum á Alþingi.  Í þessum lögum er gert ráð fyrir því að atvinnutengd starfsendurhæfing verði einn þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar þar sem starfsendurhæfingarsjóðir og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga starfi saman eins og kostur er. Allir hlutaðeigandi leitist jafnframt við að skilgreina og sinna hlutverkum sínum með þeim hætti að sem flestir eigi þess kost að vera virkir á vinnumarkaði.

Í veikindafjarvist er sambandið við vinnustaðinn mikilvægt

Í ársriti VIRK 2012 er viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur ráðgjafa.sem starfar  fyrir Rafiðnaðarsambandið, VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag hársnyrtisveina, Matvís og Félag mjólkurfræðinga. Á þeim tæpu þremur árum sem hún hefur  verið í ráðgjafastarfinu hafa margir leitað til hennar og stór hópur hefur náð árangri og snúið aftur til starfa, hvort sem um er að ræða fyrra starf eða nýjan starfsvettvang.

Hafa samband