Fara í efni

Starfsgetumat VIRK kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu tryggingalækna í Evrópu

Til baka

Starfsgetumat VIRK kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu tryggingalækna í Evrópu

Samtök tryggingalækna í Evrópu (EUMASS) héldu fjölmenna ráðstefnu í bænum Padova á Ítalíu í júní. Þar var fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem meðal annars var lögð áhersla á áskoranir sem vinnumarkaður í Evrópu stendur frammi fyrir, starfsendurhæfingu, mat á starfsgetu og notkun ICF kerfisins í því samhengi.  Starfsgetumat VIRK sem hefur verið í hraðri þróun síðustu ár byggir að miklu leyti á ICF kerfinu. Sviðsstjóri  Starfsendurhæfingarsviðs var beðin um að kynna matið á þessari ráðstefnu og vakti kynningin mikla athygli meðal viðstaddra. 

Í kjölfarið hefur komið töluvert af fyrirspurnum um matið auk þess sem aðrir fagaðilar hafa lýst yfir áhuga á að koma að áframhaldandi þróun þess. Auk þess hafa borist beiðnir um greinaskrif um starfsgetumatið. Dagskrá ráðstefnunnar og útdrætti úr þeim erindum sem þar voru má nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.eumass12.sistemacongressi.com/program.htm


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband