Fara í efni

Fréttir

Samstarf við sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar gegna mjög veigamiklu hlutverki í starfsendurhæfingu einstaklinga með stoðkerfisvandamál. Í maí 2011 var samið við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um reglur varðandi samvinnu sjúkraþjálfara og ráðgjafa VIRK og gjaldskrá vegna samskipta og umbeðinna greinargerða. Til að fylgja því samstarfi eftir hélt VIRK fund með sjúkraþjálfurum 7.febrúar s.l. Á fundinn  voru boðaðir sjúkraþjálfarar frá stærri sjúkraþjálfunarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hafa í samstarfi við VIRK og hafa reynslu af því samstarfi. Alls mættu 10 sjúkraþjálfarar á fundinn, þ.m.t. fulltrúi frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara og fulltrúi frá Félagi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara.

Ráðgjafinn gaf mér nýtt líf

Ráðgjafi VIRK, á Suðurlandi setti sig í samband við rúmlega fertugan karlmann fyrir tveimur árum sem hafði átt við langvarandi og erfið veikindi að glíma. Þetta símtal varð til þess að breyta lífi þessa einstaklings sem glímt hefur við geðhvarfasýki frá barnsaldri.

Gleði í vinnunni eykur vellíðan

Í verkefninu Virkur vinnustaður er lögð áhersla á jákvæða og heilsusamlega nálgun varðandi mótun Stefnu um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu. Í verkefnavinnu þegar fólk er spurt hvað vellíðan á vinnustað þýði fyrir það og hvað geri vinnustaðinn skemmtilegan eru fyrstu svörin oft: „Vinnufélagarnir“, „gleði“, „hlátur“, „góður starfsandi“ og  „jákvæðni“ áður en það nefnir viðfangsefnin og annað sem lýtur beint að starfinu.

Fræðsludagar ráðgjafa í janúar

Mánaðarlega eru haldnir fræðsludagar fyrir ráðgjafa VIRK í starfsendurhæfingu.  Í janúar kom fagfólk frá geðsviði Reykjalundar til okkar og hélt námskeiðið „hjálp til sjálfshjálpar“.  Á námskeiðinu var kynnt handbók um hugræna atferlismeðferð,  notkun hennar við þunglyndi og kvíða, virkni og hreyfing, hugsanir og líðan, hugsanaskrá og bakslagsvarnir.  Handbókin er aðgengileg almenningi á veraldarvefnum og getur nýst mörgum sem sjálfshjálparefni við þunglyndi og kvíða.  Handbókin kemur sér sérstaklega vel á landssvæðum þar sem aðgengi að fagfólki er takmarkað.  Ráðgjafar VIRK geta nú stutt betur við þá einstaklinga sem nýta sér þetta efni.

Nýir ráðgjafar

Nýir ráðgjafar hafa tekið til starfa hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK. Þetta eru Helga Bryndís Kristjánsdóttir og Harpa Þórðardóttir sem hafa hafið störf hjá Eflingu, Hlíf og Sjómannafélagi Íslands, með aðsetur hjá Eflingu, Hulda Gunnarsdóttir, Sif Þórsdóttir og Hildur Petra Friðriksdóttir sem starfa hjá VR og Bjarki Þór Baldvinsson sem hefur hafið störf hjá stéttarfélögum á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæði, með aðsetur hjá Einingu - Iðju á Akureyri.

Fjárhagslegur ávinningur starfsendurhæfingar

Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun hefur tekið saman fyrir VIRK nokkur einföld dæmi um fjárhagslegan ávinning þess þegar starfsendurhæfing skilar þeim árangri að einstaklingur tekur fullan þátt á vinnumarkaði í stað þess að fara á örorkulífeyri.  Útreikningar miðuðust við mismunandi forsendur um aldur, launagreiðslur og tímabil starfsendurhæfingar. Reiknað var hver heildarlaun einstaklings yrðu til 67 ára aldurs.  Tekið var saman hvað lífeyrissjóður og Tryggingastofnun myndu greiða og hvert tap einstaklingsins yrði - en tap einstaklingsins miðast við þann hluta vinnulauna sem hann fær ekki bættan frá öðrum.

Lífið tók nýja og frábæra stefnu

Valtýr Örn Gunnlaugsson varð að hætta að vinna í janúar 2010 vegna slæmra verkja í líkamanum. Hann var þjáður af liðagigt með tilheyrandi bólgum og sársauka. Valtýr Örn fékk lítinn skilning á aðstæðum sínum og það var ekki fyrr en hann fékk viðtal hjá ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs sem líf hans snerist til betri vegar.

Námskeið á vegum NIVA á Íslandi

Þann 1.desember síðastliðinn var haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu, en NIVA er norræn fræðslumiðstöð um vinnuvernd.  Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum fjölluðu þar um þetta efni auk þess sem nokkrir íslenskir sérfræðingar sem vinna í málaflokknum voru með erindi. Námskeiðið hefur verið haldið á öllum Norðurlöndunum og var opið öllum. Besta þátttakan var á námskeiðinu á Íslandi og er það mikið gleðiefni að fagfólk hérlendis sýni málefninu áhuga.

Samstarf við Rauland í Noregi

Rauland, sem er endurhæfingarstofnun í Noregi hefur sýnt sérhæfða mati VIRK mikinn áhuga undanfarna mánuði. Stofnunin hefur áhuga á að nota og prófa sérhæfða matið í sínu starfi og er að hefja undirbúning að því.  VIRK og Rauland hafa ákveðið að hefja samstarf og vinna nánari rannsóknir á matinu.  Starfsmenn Rauland komu til landsins nú í lok nóvember og funduðu með starfsmönnum VIRK og sérfræðingum í sérhæfðu mati.

Hafa samband