Fara í efni

Fréttir

Virkur vinnustaður - þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir

Í kjölfar vinnustofu aðila vinnumarkaðarins í febrúar 2011, þar sem fjallað var um forvarnir gegn brottfalli af vinnumarkaði og snemmbæru inngripi í starfsendurhæfingu, hefur stjórn VIRK ákveðið að fara af stað með sérstakt þróunarverkefni í samvinnu við atvinnurekendur. Verkefnið hefst formlega haustið 2011 og því lýkur innan þriggja ára Um þessar mundir er verið að kynna verkefnið fyrir stjórnendum fyrirtækja og stofnana víða um land með samstarf í huga. Ef atvinnurekendur eru áhugasamir um að taka þátt í þróunarverkefninu er þeim velkomið að hafa samband og leggja inn beiðni um þátttöku en ákvarðanir um þátttöku verða teknar fyrir lok júnímánaðar. Aðeins verður farið af stað með 20 vinnustaði til að byrja með og hafa nokkrir vinnustaðir nú þegar samþykkt þátttöku í verkefninu. Tilgangur með verkefninu er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi.

Að byggja brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs

Föstudaginn 27. maí sl.var haldið málþingið „Að byggja brú milli starfsendurhæfingar og atvinnulífs“ á Hótel Ísafirði.  Aðal tilgangur málþingsins var að ræða og koma fram með hugmyndir að auknu samstarfi milli starfsendurhæfingaraðila og atvinnulífs á svæðinu. Á þessu málþingi  komu saman um 20 fulltrúar frá atvinnurekendum, stéttarfélögum á Vestfjörðum, Vinnumálastofnun, Starfsendurhæfingu Vestfjarða  auk starfsmanna VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs til að ræða um nauðsynleg tengsl starfsendurhæfingar og atvinnulífs. 

Nýr ráðgjafi

Stéttarfélögin á Reykjanesi hafa ráðið nýjan ráðgjafa til starfa í samstarfi við VIRK, en það er Elfa Hrund Guttormsdóttir. Elfa Hrund  lauk embættisprófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í júní 2003 og BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 1999. Elfa Hrund hefur mikla reynslu af starfi við félagsþjónustu og vann hjá Fjölskyldu – og félagsþjónustu Reykjanesbæjar frá árinu 2000 – 2011.

VIRK leitar að öflugum sérfræðingi á sviði starfsendurhæfingar

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að sérfræðingi til að starfa að fjölbreyttum verkefnum á sviði starfsendurhæfingar.  Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna að uppbyggingu, þróun og  þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða mjög krefjandi starf.

Árangur í starfsenduræfingu - dregur úr fjölgun öryrkja

Á heimasíðu ASÍ í gær var fjallað um starfsendurhæfingu hjá VIRK í samhengi við ummæli forstjóra TR um hægari fjölgun öryrkja undanfarin ár.  Þar segir m.a.: "Aðilar vinnumarkaðarins hafa á undanförnum þremur árum unnið að uppbyggingu á starfsendurhæfingarþjónustu um allt land með stofnun og rekstri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Eitt af höfuðmarkmiðum sjóðsins er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu starfsendurhæfingar og öðrum úrræðum. Nú starfa um 30 sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfinguhjá stéttarfélögum um allt land og hafa þeir veitt 2100 einstaklingum ráðgjöf og þjónustu. Einstaklingum sem hafa þurft aðstoð við að komast aftur á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys. Þjónustan er opin fyrir alla þá sem búa við skerta vinnugetu og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði og er notendum að kostnaðarlausu. Þjónustan er víðtæk og er hún veitt í samstarfi við fagaðila um allt land. Af þessum 2100 einstaklingum hafa um 600 nú lokið þjónustu og stærstur hluti þeirra hefur náð fullri vinnufærni og eru þátttakendur á vinnumarkaði í dag. Þessi þjónusta hefur fram að þessu eingöngu verið fjármögnuð af atvinnulífinu og hefur hún skilað miklum árangri bæði fyrir þá sem hennar njóta og fyrir samfélagið í heild sinni. Það er því áhugavert að skoða þessa miklu uppbyggingu í þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í samhengi við þá staðreynd að dregið hefur verulega úr nýgengi örorku bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og hjá mörgum lífeyrissjóðum.

Starf ráðgjafa í starfsendurhæfingu

Ráðgjafar í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögum víðs vegar um landið eru orðnir tuttugu og átta. Þeir starfa á grundvelli samninga sem VIRK, Starfsendurhæfingarsjóður hefur gert við stéttarfélögin. Ásókn í þjónustu ráðgjafanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði og bætast nýir ráðgjafar stöðugt í hópinn. Starf ráðgjafa í starfsendurhæfingu er í senn fjölbreytt, krefjandi og gefandi. Hlutverk þeirra er að aðstoða einstaklinga við að endurheimta og/eða viðhalda og efla starfsgetu og starfshæfni. Áherslan er alltaf lögð á að viðhalda vinnusambandi einstaklingsins og að huga að hvaða leiðir eru færar til þess. Ef ráðningarsamband er ekki til staðar miðar starf ráðgjafa að því að hjálpa einstaklingnum við að fjarlægja hindranir gegn atvinnuþátttöku og auðvelda honum að komast aftur í vinnu í kjölfar veikinda eða slysa.

Söðlaði um eftir atvinnumissi

,,Það var hræðileg lífsreynsla að missa vinnuna og ég brotnaði alveg niður. Ég hef aldrei áður lent í því að vera sagt upp. Ráðgjafi Starfsendurhæfingarsjóðs, eða VIRK, stappaði hins vegar í mig stálinu og kenndi mér hvernig ég gæti sjálf byggt mig upp og horft á það jákvæða í lífinu í stað þess að einblína á neikvæðu atriðin.“ Þetta segir Lovísa Guðnadóttir sem í desember 2009 fékk uppsagnarbréf frá Bónus í Hveragerði ásamt annarri starfskonu. ,,Ég hafði starfað hjá Bónus í Hveragerði og á Selfossi  í samtals 5 ár. Við vorum báðar með mestu starfsreynsluna en skýringin sem við fengum á uppsögninni var sú að búðin bæri okkur ekki.“

Bílstjóri eða farþegi? Að takast á við streitu í vinnu

Streita vegna vinnu er algeng orsök heilsubrests hjá starfsmönnum og getur hún haft víðtæk áhrif á starfsmenn og vinnustaðinn allan.  Í efnahagsþrenginum fjölgar streituvöldum í umhverfi okkar, margir glíma við fjárhagsáhyggjur og aðra erfiðleika sem geta gert þeim erfiðara fyrir að takast á við álag í vinnu.    Atvinnurekendur geta á margan hátt haft áhrif á streitu innan sinna fyrirtækja, svo sem með góðu skipulagi, hvetjandi umhverfi, opnum samskiptum, hæfilegu vinnuálagi og auknum áhrifum starfsmanna á störf sín.  Starfsmenn sem upplifa mikla streitu í starfi ættu þó ekki að sitja og bíða eftir að stjórnendur breyti vinnufyrirkomulaginu.  Hver og einn getur tekið ábyrgð á eigin heilsu og til þess eru ýmsar leiðir:

Fjallað um veikindi og starfsendurhæfingu í nýjum kjarasamningi

Í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og SA, sem undirritaður var 5. maí 2011, er sérstaklega kveðið á um veikindi og starfsendurhæfingu og aðkomu launþega- og vinnuveitendasamtaka að stýrihópi á vegum VIRK. Í samningnum segir að samningsaðilar einsetji sér að endurskoða uppbyggingu á fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd.

Hvað geta atvinnurekendur gert til að efla geðheilsu og hindra streitu?

Hægt er að grípa til margvíslegra ráðstafana til að efla geðheilsu, koma í veg fyrir streitu og létta lund starfsmanna. Langtímaáhrif nást aðeins með víðtækri heilsueflingu. Samtvinna þarf og samhæfa margs konar ráðleggingar, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækinu í heild, til að viðhalda geðheilsu starfsmanna. Það ræðst af þörfum og aðstæðum innan hvers fyrirtækis hvert eftirtalinna ráða er hægt að nýta, ein sér eða með öðrum. Það er ekki nóg að breyta hegðun einstakra starfsmanna eingöngu. Fyrirtækið þarf að beina sjónum að innra skipulagi til að komast fyrir streituvaldinn í vinnuumhverfinu sem hefur áhrif á vinnuskipulagið, vinnuánægju, hvatningu, og framleiðni.

Hafa samband