10.06.2011
Virkur vinnustaður - þróunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir
Í kjölfar vinnustofu aðila vinnumarkaðarins í febrúar 2011, þar sem fjallað var um forvarnir gegn brottfalli af vinnumarkaði og snemmbæru
inngripi í starfsendurhæfingu, hefur stjórn VIRK ákveðið að fara af stað með sérstakt þróunarverkefni í samvinnu við
atvinnurekendur. Verkefnið hefst formlega haustið 2011 og því lýkur innan þriggja ára
Um þessar mundir er verið að kynna verkefnið fyrir stjórnendum fyrirtækja og stofnana víða um land með samstarf í huga.
Ef atvinnurekendur eru áhugasamir um að taka þátt í þróunarverkefninu er þeim velkomið að hafa samband og leggja inn beiðni um
þátttöku en ákvarðanir um þátttöku verða teknar fyrir lok júnímánaðar. Aðeins verður farið af stað með
20 vinnustaði til að byrja með og hafa nokkrir vinnustaðir nú þegar samþykkt þátttöku í verkefninu.
Tilgangur með verkefninu er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og
fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við
þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi.