17.05.2011
Söðlaði um eftir atvinnumissi
,,Það var hræðileg lífsreynsla að missa vinnuna og ég brotnaði alveg niður. Ég hef aldrei áður lent í því að
vera sagt upp. Ráðgjafi Starfsendurhæfingarsjóðs, eða VIRK, stappaði hins vegar í mig stálinu og kenndi mér hvernig ég gæti
sjálf byggt mig upp og horft á það jákvæða í lífinu í stað þess að einblína á neikvæðu
atriðin.“
Þetta segir Lovísa Guðnadóttir sem í desember 2009 fékk uppsagnarbréf frá Bónus í Hveragerði ásamt annarri starfskonu.
,,Ég hafði starfað hjá Bónus í Hveragerði og á Selfossi í samtals 5 ár. Við vorum báðar með mestu starfsreynsluna
en skýringin sem við fengum á uppsögninni var sú að búðin bæri okkur ekki.“