01.04.2011
Tveir nýir ráðgjafar hafa tekið til starfa hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK. Kristbjörg Leifsdóttir hóf
störf hjá BHM, KÍ og SSF í mars og Arna Björk Árnadóttir hóf störf hjá Eflingu, Hlíf og Sjómannafélagi
Íslands í dag. Kristbjörg er með aðsetur hjá BHM og Arna Björk hjá Eflingu.
Kristbjörg er félagsráðgjafi, útskrifuð frá Háskóla Íslands 1997. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur m.a.
starfað við félagslega ráðgjöf, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Undanfarin 14 ár starfaði hún hjá Fjölskyldu- og
félagsþjónustu Reykjanesbæjar.
Arna Björk Árnadóttir lauk diplomanámi á meistarstigi í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla
Íslands 2010 og B.A. prófi frá Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræði 2009 . Hún hefur
fjölbreytta starfsreynslu, starfaði m.a. sem deildarstjóri félagsstarfs hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og nú
síðast hjá Vinnumálastofnun við náms- og starfsráðgjöf.