Fara í efni

Fréttir

Leidd út á vinnumarkaðinn

,,Ég hef alltaf verið glöð og sterk en eftir að hafa verið frá vinnu um tveggja ára skeið vegna veikinda var ég orðin full kvíða og efins um að nokkur myndi vilja ráða mig til þeirra starfa sem ég er menntuð til. Ráðgjafi á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs leiddi mig hins vegar aftur út á vinnumarkaðinn,“ segir Þóra Sif Sigurðardóttir íþrótta- og heilsufræðingur.

Ársrit VIRK um starfsendurhæfingu

Ársrit VIRK 2011 um starfsendurhæfingu er komið út.  Ritið inniheldur bæði upplýsingar um starfsemi VIRK auk fjölda greina, viðtala og ýmiss konar fróðleik um starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys.  Rafræna útgáfu af ritinu er að finna hér.  Einnig er hægt að nálgast ritið á skrifstofu VIRK í Sætúni 1 í Reykjavík eða fá það sent með því að senda póst á virk@virk.is.  

Fjölmenn og vel heppnuð ráðstefna

Ráðstefna VIRK „Vinnum saman“ sem haldin var á Grand hótel miðvikudaginn 13. apríl sl. var fjölsótt og vel heppnuð.   Ráðstefnan var sérstaklega ætluð fagfólki  í starfsendurhæfingu.  Tæplega 200 manns skráðu sig á ráðstefnuna sem sýnir mikinn áhuga ólíkra faghópa á starfsendurhæfingu hér á landi.  Erindin voru fjölbreytt þar sem kynntar voru bæði nýjungar og áhugaverðar rannsóknir á þessu sviði.   Glærur allra fyrirlesara er hægt að skoða hér á heimasíðu VIRK á síðunni Kynningarefni.  Einnig er hægt að skoða myndir frá ráðstefnunni  hér.  VIRK vill þakka öllum þátttakendum fyrir komuna og skemmtilegan dag. 

Ársfundur VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur VIRK  var haldinn þriðjudaginn 12. apríl sl.  Á fundinum voru haldin tvö erindi auk hefðbundinna dagskrárliða á ársfundi.  Tvær breytingar voru samþykktar á skipulagsskrá þar á meðal var nafni sjóðsins breytt úr "Starfsendurhæfingarsjóður" í "VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður".  Tveir nýir aðilar komu inn sem aðalmenn í stjórn VIRK, þeir Stefán Einar Stefánsson sem fulltrúi ASÍ og Hallur Páll Jónsson sem fulltrúi Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga.  Sjá nánari upplýsingar um skipun stjórnar hér.

Ársfundur og ráðstefna

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2011 á Grand hótel Reykjavík.  Á ársfund eru sérstaklega boðaðir fulltrúar stofnaðila starfsendurhæfingarsjóðs auk stjórnar.  Dagskrá ársfundar er að finna hér. VIRK býður fagaðilum í starfsendurhæfingu hér á landi til ráðstefnunnar "Vinnum saman" miðvikudaginn 13. apríl 2011.  Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel Reykjavík frá kl. 8:30 til 16:30 og er dagskrá hennar mjög fjölbreytt.  Auglýsing með dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.  Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér til hægri á síðunni eða með því að smella hér.  Skráning þarf að eiga sér stað fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 12. apríl. 

Tveir nýir ráðgjafar

Tveir nýir ráðgjafar hafa tekið til starfa hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK. Kristbjörg Leifsdóttir hóf störf  hjá BHM, KÍ og SSF í mars og Arna Björk Árnadóttir hóf störf hjá Eflingu, Hlíf og Sjómannafélagi Íslands í dag. Kristbjörg er með aðsetur hjá BHM og Arna Björk hjá Eflingu. Kristbjörg er félagsráðgjafi, útskrifuð frá Háskóla Íslands 1997. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur m.a. starfað við  félagslega ráðgjöf, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Undanfarin 14 ár starfaði  hún hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.  Arna Björk Árnadóttir  lauk diplomanámi á meistarstigi í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands  2010 og B.A. prófi frá Háskóla Íslands í Tómstunda- og félagsmálafræði 2009 .  Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu, starfaði m.a. sem deildarstjóri félagsstarfs hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og nú síðast hjá Vinnumálastofnun við náms- og starfsráðgjöf.

Ráðgjafinn var mín stoð og stytta

Þórunn Margrét Ólafsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur  ekki bara verið lemstruð á líkamanum vegna slyss sem hún varð fyrir í fyrra, heldur einnig á sálinni, eins og hún orðar það.  ,,Það fór rosalega illa með sálartetrið í mér að detta úr vinnu og geta ekki staðið mína plikt. Ég vissi að aðrir yrðu þá bara að hlaupa hraðar á meðan ég væri frá og það var erfitt að hugsa til þess þar sem álagið á starfsfólk var mikið fyrir. Aðstoðin sem ég hef fengið hjá Starfsendurhæfingarsjóði til þess að vinna mig út úr þessu hefur hins vegar stappað í mig stálinu og verið ómetanleg.“

Dagskrá ráðstefnu um starfsendurhæfingu miðvikudaginn 13. apríl nk.

VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður stendur fyrir ráðstefnu um starfsendurhæfingu miðvikudaginn 13. Apríl nk. á Grand hótel Reykjavík frá kl. 9:00 – 16:30.  Boðið verður upp á morgunverð áður en ráðstefnan hefst eða frá kl. 8:30 til 9:00.  Ráðstefnan er einkum ætluð fagfólki á sviði starfsendurhæfingar og er ráðstefnan og veitingar í boði VIRK. Dagskráin er fjölbreytt og er hana að finna hér.  Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér eða með því að smella á auglýsinguna hér til hægri á síðunni.

Ráðstefna fyrir fagfólk í starfsendurhæfingu

Starfsendurhæfingarsjóður mun standa fyrir ráðstefnu miðvikudaginn 13. apríl næstkomandi fyrir fagfólk í starfsendurhæfingu.  Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel Reykjavík.  Þar verða m.a. kynntar nýjar rannsóknir ásamt fjölbreyttum fyrirlestrum um áhugaverða aðferðarfræði og reynslu á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar verður send út í næstu viku. Takið daginn frá!

Fræðslu og þróunarfundur sérfræðinga í sérhæfðu mati

Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það að markmiði að meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði ásamt því að draga fram þau tækifæri sem eru til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða.  Hér er um að ræða svokallað starfhæfnismat.  Ýmsar rannsóknir og prófanir hafa nú þegar verið gerðar á matinu og stefnt er að því að halda þeim áfram í samstarfi við sérfræðinga bæði hérlendis og erlendis.    

Hafa samband