11.05.2010
Fræðslu- og óvissuferð starfsmanna og ráðgjafa VIRK
Í lok síðustu viku fóru starfsmenn og ráðgjafar VIRK í fræðslu- og óvissuferð, þessi hópur telur nú um 30
manns. Í ferðinni var lögð áhersla bæði á fræðslu og skemmtun og ekki síst að ráðgjafar VIRK um allt land fái
tækifæri til samveru og samstarfs. Unnið var í hópum þar sem rætt var m.a. um vinnuferla og mismunandi úrræði. Einnig var
ýmislegt til gamans gert, sungið, spilað og leikið. Farið var í óvissuferð um uppsveitir Borgarfjarðar þar sem m.a. var
skoðaður geitabúskapur, fræðst um tröll og náttúru í Fossatúni og Landnámssetrið heimsótt.