Fara í efni

Fréttir

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010.  Ársfundinum er skipt í tvennt, frá kl. 8:15 – 10:00 er morgunverðarfundur með faglegu efni sem er öllum opinn og frá kl. 10:30 – 12:00 hefjast formleg ársfundarstörf þar sem fulltrúar í fulltrúaráði sjóðsins fá sérstakt fundarboð.  Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundar er að finna hér.

"Úr veikindum í vinnu"

Bæklingurinn "Úr veikindum í vinnu“  er nú kominn út á vegum VIRK. Í þessum bæklingi eru upplýsingar fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af vinnugetu sinni vegna langvinnra eða tíðra veikinda. Upplýsingarnar lúta að þeirri þjónustu sem Starfsendurhæfingarsjóður veitir. Allir einstaklingar sem koma til ráðgjafa munu fá afhentan þennan bækling. Í bæklingnum er einnig fjallað um hvað hægt er að gera til að komast sem fyrst aftur til vinnu og um hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem aðstoða fólk við að fara aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Hægt er að skoða bæklinginn hér.

Kjarnasafn EUMASS

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem verið er að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Markmiðið með rannsókninni er að prófa kjarnasett EUMASS sem byggt er á í sérhæfðu mati  og þá með tilliti til ríkjandi menningar. EUMASS eru samtök tryggingaryfirlækna í Evrópu.

Nýir ráðgjafar

Á undanförnum vikum hafa 4 nýir ráðgjafar verið ráðnir til starfa fyrir stéttarfélög í samstarfi við VIRK:

"Nýtt tækifæri fyrir alla"

Verkefni hjá dönskum sveitarfélögum Um mitt ár 2006 var farið af stað með átaksverkefni hjá vinnumarkaðsstofnunum danskra sveitarfélaga (jobcenter) sem nefnt var „Ny chance til alle“.  Markmiðið var að virkja einstaklinga með verulega skerta starfsgetu sem höfðu í langan tíma verið utan vinnumarkaðar.  Þetta var 2 ára átaksverkefni og lauk því um mitt ár 2008.  Í þessu verkefni átti sérstaklega að bjóða innflytjendum sem ekki höfðu náð að fóta sig í dönsku samfélagi aðstoð en verkefnið náði einnig til annarra einstaklinga með skerta starfsgetu sem höfðu verið mjög lengi utan vinnumarkaðar.

Vinnum saman

VIRK hefur gefið út bæklinginn „Vinnum saman“ en í honum er fjallað um leiðir sem að stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. 

Viltu koma þekkingu þinni á framfæri?

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn í apríl 2010. Af því tilefni  gefur sjóðurinn út ársrit sem mun innihalda ársskýrslu og annan fróðleik um Starfsendurhæfingarsjóð. Einnig  er áætlað að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í  ritinu. VIRK óskar því eftir fræðigreinum sem tengjast starfsendurhæfingu, frá aðilum sem hafa áhuga á málaflokknum  og vilja fjalla um starfsendurhæfingu  á  fræðilegum nótum.  Vinsamlega sendið inn hugmyndir að efni til Ingibjargar Þórhallsdóttur sérfræðings hjá VIRK á ingalo@virk.is í síðasta lagi 31. janúar. Skiladagur greina verður síðan 12. mars og útgáfa á ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs. Almennt er gert  ráð fyrir að lengd greina fari ekki yfir 2500 orð ( u.þ.b. 15000 stafi og bil)  

Samningur um sálfræðiþjónustu

VIRK hefur útbúið rammasamning við sálfræðinga þar sem skilgreind er sú þjónusta sem VIRK óskar eftir að kaupa frá sálfræðingum.  Sálfræðingar sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í samningnum geta sent VIRK umsókn um skráningu á samninginn og senda þá um leið verðtilboð í þá þjónustu sem þar er skilgreind.  Samningurinn tekur gildi frá og með 1. febrúar 2010.  Nánari upplýsingar um samninginn og umsóknareyðublað vegna hans má finna hér.

Hafa samband