Fara í efni

Nýir ráðgjafar

Til baka

Nýir ráðgjafar

Á undanförnum vikum hafa 4 nýir ráðgjafar verið ráðnir til starfa fyrir stéttarfélög í samstarfi við VIRK:

Alda Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi fyrir eftirfarandi félög:  Fagfélagið, Félag bókagerðarmanna, Félag iðn- og tæknigreina, Félag leiðsögumanna, Flugfreyjufélag Íslands og Verkstjórasamband Íslands.  Sameinaði lífeyrissjóðurinn tekur að sér að ráða ráðgjafa til starfa fyrir þessi félög og útvega honum starfsaðstöðu.  Alda er hjúkrunarfræðingur og hefur MPH gráðu í lýðheilsufræðum.  Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu m.a. á sviði hjúkrunar, starfsmannamála og vinnuverndar.  Hún hefur störf um miðjan apríl.

Tinna Dögg Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi hjá VR.  Tinna hefur starfað hjá VR frá árinu 2006 og er með diplómanám í starfsmannahaldi og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. 

Guðný Katrín Einarsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Eflingu stéttarfélagi.  Guðný Katrín er iðjuþjálfi og hefur fjölbreytta starfsreynslu á því sviði m.a. við starfsendurhæfingu. 

Ágúst Sigurður Óskarsson er ráðgjafi fyrir stéttarfélögin í Þingeyjarsýslurm.  Ágúst starfar einnig hjá félagsþjónustu Norðurþings og er ráðgjafastarfið útfært í samstarfssamningi milli stéttarfélaganna og félagsþjónustunnar.  Ágúst er kennari að mennt og hefur fjölbreytta starfsreynslu m.a. hjá stéttarfélögum og hjá félagsþjónustunni.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband