Fara í efni

Atvinnuleysi hefur áhrif á andlegt heilbrigði

Til baka

Atvinnuleysi hefur áhrif á andlegt heilbrigði

Síðan í heimskreppunni á fyrri hluta síðustu aldar, hafa rannsóknir stöðugt sýnt að það að missa vinnuna hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði fólks.

Áhrifin eru meiri í ákveðnum hópum en öðrum, sérstaklega meðal karlmanna á aldrinum 30-55 ára. Fólk sem er veikt fyrir andlega, er líklegra en aðrir til að missa vinnuna.

Af þessum ástæðum er brýnt að aðstoða þá sem sagt hefur verið upp störfum við að finna nýtt starf með hraði, en líka að aðstoða atvinnulausa við að takast á við andlegt álag sem fylgir atvinnuleysinu. Segir  Dr. Ron Saunders sérfræðingur, sem dregur saman helstu niðurstöður rannsókna á þessu sviði íá vefriti Kanadísku vinnuverndarstofnunarinnar.

Andleg einkenni geta hindrað einstakling í því að vinna eða lifa eðlilegu lífi. Þessi einkenni geta stafað af streitu sem tengist fjárhagsvandræðum, skertri sjálfsmynd eða missi félagslegra tengsla. Það er því mikilvægt að veita aðstoð og stuðning við atvinnumissi  segir Saunders. Með því að minnka fjárhagsáhyggjur vegna atvinnuleysis er hægt að minnka líkur á andlegum heilbrigðisvandamálum og auðvelda endurkomu til vinnu.

Meiri upplýsingar er að finna á:  www.iwh.on.ca/briefings/unemployment-and-mental-health.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband