Fara í efni

"Úr veikindum í vinnu"

Til baka

"Úr veikindum í vinnu"

Bæklingurinn "Úr veikindum í vinnu“  er nú kominn út á vegum VIRK.
Í þessum bæklingi eru upplýsingar fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af vinnugetu sinni vegna langvinnra eða tíðra veikinda. Upplýsingarnar lúta að þeirri þjónustu sem Starfsendurhæfingarsjóður veitir. Allir einstaklingar sem koma til ráðgjafa munu fá afhentan þennan bækling.

Í bæklingnum er einnig fjallað um hvað hægt er að gera til að komast sem fyrst aftur til vinnu og um hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem aðstoða fólk við að fara aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Hægt er að skoða bæklinginn hér.

 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband