Fara í efni

Fræðslu- og óvissuferð starfsmanna og ráðgjafa VIRK

Til baka
Ráðgjafar og starfsmenn VIRK hjá einu tröllinu í Fossatúni í Borgarfirði
Ráðgjafar og starfsmenn VIRK hjá einu tröllinu í Fossatúni í Borgarfirði

Fræðslu- og óvissuferð starfsmanna og ráðgjafa VIRK

Í lok síðustu viku fóru starfsmenn og ráðgjafar VIRK í fræðslu- og óvissuferð, þessi hópur telur nú um 30 manns.  Í ferðinni var lögð áhersla bæði á fræðslu og skemmtun og ekki síst að ráðgjafar VIRK um allt land fái tækifæri til samveru og samstarfs.  Unnið var í hópum þar sem rætt var m.a. um vinnuferla og mismunandi úrræði.  Einnig var ýmislegt til gamans gert, sungið, spilað og leikið.  Farið var í óvissuferð um uppsveitir Borgarfjarðar þar sem m.a. var skoðaður geitabúskapur, fræðst um tröll og náttúru í Fossatúni og Landnámssetrið heimsótt. 

Nú eru starfandi 22 ráðgjafar hjá VIRK um allt land og þessi hópur er með mjög fjölbreyttan og góðan bakgrunn bæði hvað varðar menntun og starfsreynslu og hafa ráðgjafar því miklu að miðla til hvers annars.  Það kom vel í ljós í þessari ferð hversu öflugur og samstilltur þessi hópur er og þrátt fyrir að starfsstöðvar þeirra séu dreifðar um allt land vinna ráðgjafarnir mjög vel saman og hafa mikinn stuðning hver af öðrum.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband