25.03.2011
Ráðgjafinn var mín stoð og stytta
Þórunn Margrét Ólafsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur ekki bara verið lemstruð á líkamanum vegna slyss
sem hún varð fyrir í fyrra, heldur einnig á sálinni, eins og hún orðar það.
,,Það fór rosalega illa með sálartetrið í mér að detta úr vinnu og geta ekki staðið mína plikt. Ég vissi að
aðrir yrðu þá bara að hlaupa hraðar á meðan ég væri frá og það var erfitt að hugsa til þess þar sem
álagið á starfsfólk var mikið fyrir. Aðstoðin sem ég hef fengið hjá Starfsendurhæfingarsjóði til þess að vinna mig
út úr þessu hefur hins vegar stappað í mig stálinu og verið ómetanleg.“