Fara í efni

Fréttir

Velferð í vinnunni - fræðsluátak á vegum KÍ

Í nóvember sl. stóð Kennarasambandið fyrir fræðsluátaki undir nafninu „Velferð í vinnunni“ í samstarfi við ráðgjafa VIRK.  Haldnir voru 11 fundir víðsvegar um landið í nóvember sl. fyrir skólastjóra á öllum skólastigum.  Dagskráin var eftirfarandi: 1. Vinnuumhverfi – vinnuvernd – heilsuefling 2. Veikindaréttur 3. Réttindi í Sjúkrasjóði KÍ 4. VIRK - Úr veikindum í vinnu – fjarvistastjórnun

Hvað er starfsendurhæfing?

Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar til að lýsa hugtakinu starfsendurhæfing og því ferli sem á sér stað í starfsendurhæfingu.  Sumir hafa ennfremur viljað gera greinarmun á starfsendurhæfingu annars vegar og atvinnutengdri endurhæfingu hins vegar þar sem atvinnutengd endurhæfing er talin hafa meiri skírskotun til starfs í atvinnulífinu á meðan starfsendurhæfing hefur það að markmiði að efla getu einstaklinga til að sjá um sig sjálfir óháð þátttöku á vinnumarkaði.  Þ.e. starf geti verið bæði launað starf og önnur verkefni daglegs lífs. 

Vinnustofa um starfsendurhæfingu og forvarnir

Þriðjudaginn 8. febrúar sl. komu um 40 fulltrúar stofnaðila VIRK auk starfsmanna VIRK saman á Grand hótel Reykjavík til að ræða um og móta hugmyndir að leiðum til að efla starfsendurhæfingu á vinnumarkaði.  Fyrir hádegið var boðið upp á fyrirlestra bæði frá sérfræðingum VIRK og fulltrúum stéttarfélaga og atvinnurekenda og eftir hádegið var skipt upp í minni hópa þar sem ræddar voru hugmyndir um aðferðir til að efla starfsendurhæfingu á vinnumarkaði og uppbyggingu á þróunarverkefni í þessu samhengi til næstu 2-3 ára. Vinnustofan heppnaðist mjög vel og fram komu margar áhugaverðar hugmyndir sem unnið verður áfram  með bæði hjá starfsmönnum og stjórn VIRK. Hér má skoða myndir af þátttakendum vinnustofunnar:  Myndir frá vinnustofu um starfsendurhæfingu og forvarnir

Aðstoðin veitti mér von um bata

Fyrir einu og hálfu ári gat ung móðir á Vestfjörðum ekki haldið á nýfæddu barni sínu án þess að finna fyrir miklum sársauka. Nú er unga móðirin á batavegi og á leið í nýja vinnu. Hún segir aðstoðina og hvatninguna frá Starfsendurhæfingarsjóði eiga stóran þátt í því. ,,Ég fór að finna fyrir miklum sársauka í hálsi í apríl 2009 þegar ég var heima í fæðingarorlofi með ungbarn á handleggnum. Verkurinn leiddi síðan niður í hægri öxl og handlegg. Ég greip til þess ráðs að sitja sem mest með barnið í fanginu og hafa það í poka framan á mér til þess að hlífa handleggnum,“ segir unga móðirin sem ekki vill koma fram undir nafni.  Hún segir álagið á hægri handlegg reyndar hafa verið mikið áður en hún fór að bera barnið á handleggnum. ,,Ég vann á skrifstofu og gerði allt með hægri hendi í vinnunni. Aðstaðan á vinnustað hefði einnig mátt vera betri.“

Dagbók VIRK

VIRK hefur gefið út dagbók sem er sérstaklega ætluð einstaklingum sem njóta þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK.  Þó bókin sé einkum ætluð þessum einstaklingum þá getur hún án efa nýst fleirum sem vilja halda sérstaklega utan um markmið sín og árangur í lífi og starfi.  Dagbókin inniheldur ýmsar upplýsingar og heilræði auk möguleika á að skrá markmið, virkniáætlun, tímastjórnun og árangur bæði fyrir hvern mánuð og hverja viku.  Skipulag dagbókarinnar var unnið í samstarfi við nokkra ráðgjafa VIRK og Kristín María Ingimarsdóttir sá um teikningar og hönnun.

Þrír nýir ráðgjafar

Nú í byrjun nýs árs eru þrír nýir ráðgjafar að hefja störf hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK.  Þessir ráðgjafar eru Ingibjörg Ólafsdóttir hjá Eflingu, Salóme Anna Þórisdóttir hjá BSRB og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem hefur störf hjá Einingu-Iðju á Akureyri þann 1 febrúar nk.

Starfsendurhæfing og aðilar vinnumarkaðarins

Starfsendurhæfing er mikilvæg þjónusta sem byggir upp einstaklinga og skilar miklum verðmætum til samfélagsins í formi verðmætaaukningar, sparnaðar og aukinna lífsgæða.  Starfsendurhæfing er þannig í raun og veru mikilvæg fjárfesting sem skilar miklum arði til framtíðar.  Aðilar vinnumarkaðar hér á landi stofnuðu Starfsendurhæfingarsjóð (VIRK)  á grundvelli kjarasamninga á árinu 2008.  Fyrstu ráðgjafar sjóðsins komu til starfa um haust 2009 og núna í janúar 2011 hafa um 1550 einstaklingar fengið þjónustu á vegum VIRK.  Mörg dæmi eru um góðan árangur af starfinu þar sem einstaklingar hafa náð aukinni starfsgetu og meiri  lífsgæðum fyrir tilstilli þjónustu ráðgjafa og fjölbreyttra úrræða sem fjármögnuð eru af VIRK.  Meirihluti þeirra einstaklinga sem hafa lokið þjónustu hjá VIRK fara aftur út í atvinnulífið og hafa fulla vinnugetu.

Fjarvistastjórnun - stefnumótun og leiðbeiningar

Veikindafjarvistir tengjast heilsu og líðan einstaklinga og þeim starfskröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og í mismunandi störfum.  Áhrif má hafa á tíðni og lengd fjarvista með góðu skipulagi á vinnustað, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi auk meðvitaðri stjórnun fjarvista og stuðningi við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys.   Algengt er að stefna og eða ferli í fjarvistastjórnun falli undir heilsustefnu, starfsmanna-  eða mannauðsstefnu fyrirtækja og stofnana.

Til vinnu á ný

Gott samstarf ráðgjafa í starfsendurhæfingu og yfirmanna hjá Orkuveitunni varð til þess að Lára Baldursdóttir komst nokkrum mánuðum fyrr til vinnu, heldur en gert var ráð fyrir samkvæmt reglum á vinnustaðnum. Hún segir það hafa skipt sköpum fyrir sig að geta byrjað í hálfu starfi eftir margra mánaða veikindaleyfi. ,,Ég fór í mikla bakaðgerð í október 2009 en þá hafði ég verið algjörlega óvinnufær í tvo til þrjá mánuði. Ég hafði um nokkurra ára skeið af og til verið slæm í baki. Þetta kom yfirleitt í köstum. Ég reyndi að þrauka eins lengi og ég gat í vinnunni og fannst eiginlega best að standa við störf mín. Ég var þó alltaf með mikla verki í þessum köstum, alveg niður í fætur, en verkjalyf virkuðu illa á mig,“ segir Lára sem starfað hefur hjá Orkuveitu Reykjavíkur í rúm 10 ár.

Nýr ráðgjafi

Nýlega var nýr ráðgjafi ráðinn til starfa fyrir stéttarfélög í Vestmannaeyjum í samstarfi við VIRK, en það er Hanna R. Björnsdóttir.  Hún er með MA í fötlunarsálfræði frá Ohio State 1994 og MA í félagsráðgjöf frá HÍ í júní 2010. Hanna hefur fjölbreytta starfsreynslu. Hún var deildarstjóri málefna fatlaðra hjá Vestmannaeyjabæ 1998-2008. Hún hafði umsjón með málefnum barna (deildarstjóri) hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi 1990-1997 og vann á BUGL á sumrin á meðan hún var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Frá árinu 1997 hefur Hanna rekið, ásamt tveimur öðrum Systkinasmiðjuna en það er námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir.

Hafa samband