Fara í efni

Þrír nýir ráðgjafar

Til baka

Þrír nýir ráðgjafar

Nú í byrjun nýs árs eru þrír nýir ráðgjafar að hefja störf hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK.  Þessir ráðgjafar eru Ingibjörg Ólafsdóttir hjá Eflingu, Salóme Anna Þórisdóttir hjá BSRB og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem hefur störf hjá Einingu-Iðju á Akureyri þann 1 febrúar nk.

Ingibjörg lauk BSc gráðu í sjúkraþjálfun frá H.Í 1996 og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari undanfarin ár.  Meðfylgjandi námi og starfi hefur hún starfað við heilsutengd málefni og ýmis konar fræðslu.  Ingibjörg lauk einnig MS námi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands haustið 2010.

Salóme er þroskaþjálfi og hefur einnig MA gráðu í atferlisfræði og diploma í opinberri stjórnsýslu og sérkennslufræðum.  Hún er einnig með próf til réttinda sem leiðsögumaður.   Undanfarin 8 ár hefur hún starfað sem formaður Þroskaþjálfafélags Íslands.  Hún hefur auk þess fjölbreytta starfsreynslu sem þroskaþjálfi, kennari og sérkennari.

Anna Guðný er iðjuþjálfi að mennt og er að ljúka MA gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst.  Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu m.a. við starfsmannamál og verkefnastjórnun.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband