Fara í efni

Fréttir

Góður árangur í vetur

Í dag starfa 22 ráðgjafar á vegum VIRK hjá stéttarfélögum um allt land í um 19 stöðugildum.  Flestir ráðgjafanna hófu störf síðastliðið haust og svo bættust fleiri við þegar líða tók á veturinn.  Það má því segja að á síðasta vetri hafi verið stigin fyrstu skrefin í þjónustu á vegum VIRK um allt land.  Auk þess að veita þjónustu hefur veturinn einnig verið nýttur til fræðslu og þjálfunar fyrir ráðgjafana og til að þróa og bæta okkar aðferðir og þjónustuferla.  Það er og verður stöðugt verkefni. Óhætt er að segja að þjónustan hafi farið vel af stað.  Tæplega 1000 einstaklingar hafa nú fengið þjónustu hjá ráðgjöfum VIRK og margir þeirra hafa einnig notið góðs af fjölbreyttum úrræðum sem VIRK hefur fjármagnað.  Eftirspurn eftir þjónustunni eykst stöðugt og höfum við þurft að bæta við ráðgjöfum á tilteknum stöðum til að mæta henni.  Til nánari upplýsinga er hér á eftir varpað fram nokkrum punktum og staðreyndum um þjónustuna á síðasta vetri:

Fræðigreinar og áhugaverðar upplýsingar

Á heimasíðu VIRK er að finna mikið af áhugaverðum upplýsingum um starfsendurhæfingu.  Vert er að vekja athygli á að búið er að bæta við mörgum áhugaverðum fræðigreinum um starfsendurhæfingu og tengd málefni í kaflann "Fræðigreinar" sem er undir "Upplýsingar og fræðsla" - sjá einnig hér.

Fleiri reynslusögur notenda

Reynslusögur notenda gefa mikilvægar upplýsingar um þjónustu ráðgjafa stéttarfélaganna og VIRK.  Um er að ræða stutt viðtöl við einstaklinga sem hafa notið góðs af þjónustunni.  Fleiri viðtöl hafa nú verið sett inn á heimasíðuna og er þau að finna hér:  Reynslusögur notenda.  Einnig er hægt að opna þessa síðu með því að smella á myndirnar hér til vinstri eða smella á "Reynslusögur notenda" í yfirlitinu efst til vinstri á forsíðunni.

Fræðslu- og óvissuferð starfsmanna og ráðgjafa VIRK

Í lok síðustu viku fóru starfsmenn og ráðgjafar VIRK í fræðslu- og óvissuferð, þessi hópur telur nú um 30 manns.  Í ferðinni var lögð áhersla bæði á fræðslu og skemmtun og ekki síst að ráðgjafar VIRK um allt land fái tækifæri til samveru og samstarfs.  Unnið var í hópum þar sem rætt var m.a. um vinnuferla og mismunandi úrræði.  Einnig var ýmislegt til gamans gert, sungið, spilað og leikið.  Farið var í óvissuferð um uppsveitir Borgarfjarðar þar sem m.a. var skoðaður geitabúskapur, fræðst um tröll og náttúru í Fossatúni og Landnámssetrið heimsótt. 

Ársrit um starfsendurhæfingu

Starfsendurhæfingarsjóður hefur gefið út ársrit um starfsendurhæfingu.  Þetta er fyrsta ársrit sjóðsins. Ritinu var dreift á morgunverðarfundi og ársfundi sjóðsins í síðustu viku.  Með útgáfu ársrits vill sjóðurinn miðla upplýsingum um starfsemina auk þess að koma á framfæri bæði innlendri og erlendri þekkingu og reynslu á sviði starfsendurhæfingar.  Þessum upplýsingum er komið á framfæri í formi umfjöllunar, viðtala og greinarskrifa. Hægt er að nálgast ritið hér.  Einnig er hægt að fá ársritið sent í pósti með því að senda inn beiðni á netfangið virk@virk.is.  Ársrit um starfsendurhæfingu

Fjölmenni á morgunverðarfundi og ársfundi

Fjölmenni var á morgunverðarfundi og ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs síðastliðinn fimmtudag.  Um 130 manns hlýddu á erindi Vigdísar Jónsdóttur um starfsemi sjóðsins undanfarið ár og á áhugavert erindi Jain Holmes um „Cooperatin with the Labour Market for Effective Vocational Rehabilitation“.   Hefðbundin ársfundarstörf voru síðan í framhaldi af morgunverðarfundi þar sem Gylfi Arnbjörnsson formaður stjórnar Starfsendurhæfingarsjóðs hélt erindi, ársreikningar voru samþykktir, stjórn skipuð til næstu tveggja ára og endurskoðandi kjörinn.  Glærur/erindi framsögumanna má finna hér: Gylfi Arnbjörnsson Jain HolmesVigdís Jónsdóttir  

Morgunverðarfundur með áhugaverðum erindum

Starfsendurhæfingarsjóður stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 29. apríl 2010 frá kl. 8:15 – 10:00 á Grand hótel Reykjavík.  Á fundinum mun Vigdís Jónsdóttir gera grein fyrir starfsemi sjóðsins undanfarið ár og Jain Holmes sérfræðingur og ráðgjafi í starfsendurhæfingu í Bretlandi flytur fróðlegt erindi um starfsendurhæfingu í atvinnulífinu.  Erindi hennar nefnist “Cooperation with the Labor Market for Effective Vocational Rehabilitation”.  Jain Holmes er virtur ráðgjafi og fræðimaður á sviði starfsendurhæfingar og hefur m.a. gefið út fræðslurit og kennslubækur á þessu sviði.  Fundurinn er öllum opinn og er hann í boði Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjá nánari upplýsingar hér. Hæt er að skrá sig á heimasíðunni, hægra megin á forsíðunni, eða senda póst á virk@virk.is

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs

Ársfundur Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010.  Ársfundinum er skipt í tvennt, frá kl. 8:15 – 10:00 er morgunverðarfundur með faglegu efni sem er öllum opinn og frá kl. 10:30 – 12:00 hefjast formleg ársfundarstörf þar sem fulltrúar í fulltrúaráði sjóðsins fá sérstakt fundarboð.  Nánari upplýsingar um dagskrá ársfundar er að finna hér.

"Úr veikindum í vinnu"

Bæklingurinn "Úr veikindum í vinnu“  er nú kominn út á vegum VIRK. Í þessum bæklingi eru upplýsingar fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af vinnugetu sinni vegna langvinnra eða tíðra veikinda. Upplýsingarnar lúta að þeirri þjónustu sem Starfsendurhæfingarsjóður veitir. Allir einstaklingar sem koma til ráðgjafa munu fá afhentan þennan bækling. Í bæklingnum er einnig fjallað um hvað hægt er að gera til að komast sem fyrst aftur til vinnu og um hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem aðstoða fólk við að fara aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Hægt er að skoða bæklinginn hér.

Kjarnasafn EUMASS

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem verið er að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Markmiðið með rannsókninni er að prófa kjarnasett EUMASS sem byggt er á í sérhæfðu mati  og þá með tilliti til ríkjandi menningar. EUMASS eru samtök tryggingaryfirlækna í Evrópu.

Hafa samband