Fara í efni

Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða

Til baka

Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða

,,Þegar ég fór loks til ráðgjafans í starfsendurhæfingu gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði auðvitað átt að fara um leið og ráðgjafinn hringdi í mig. Ég var hins vegar svo vitlaus að ég taldi mig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda. Öll úrræðin sem boðið var upp á og samtölin við ráðgjafann hafa styrkt mig gríðarlega mikið. Ég hefði ekki náð bata jafnfljótt án þeirra,“ segir ung kona í Breiðholtinu.

Unga konan, sem eignaðist dóttur í mars í fyrra, greindist með fæðingarþunglyndi í júlí í fyrrasumar. ,,Fljótlega eftir að ég kom heim af fæðingardeildinni fór mér að líða rosalega illa, ég grét mikið, lokaði mig af og vildi ekkert gera. Samt fannst mér í raun ekkert vera að mér en aðrir í kringum mig fullvissuðu mig um að þessi líðan mín væri ekki í lagi. Tveimur vikum áður en ég átti að byrja aftur að vinna fór ég til læknis. Ég fékk lyf við þunglyndinu og var skráð óvinnufær þar til í maí á þessu ári.“

Þessi unga kona hefur nú hafið störf við umönnun og aðhlynningu og stefnir nú að frekara námi á því sviði.  Að hennar mati er þjónusta Starfsendurhæfingarsjóðs afar mikilvæg og hefur skipt hana mjög miklu máli:  ,,Það er frábært að svona úrræði skuli vera í boði og að ráðgjafar skuli halda svona vel utan um mann. Sigrún bauðst meira að segja til þess að koma með mér í ræktina ef mér þætti það betra. Ég get alltaf leitað til hennar með allt sem mér liggur á hjarta í sambandi við veikindin og réttindi mín.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér og viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem hafa notið þjónustu ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna hér og einnig undir kaflanum "Reynslusögur notenda" hér til vinstri á síðunni.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband