Fara í efni

Hlutverk samstarfsfólks við endurkomu til vinnu

Til baka

Hlutverk samstarfsfólks við endurkomu til vinnu

Samstarfsfólk hefur mikil, en oft ósýnleg áhrif í tengslum við endurkomu til vinnu. Rannsókn Åsu Tjulin og fleiri við Institute for Work & Health bendir til þess að samstarfsfólk hafi mikilvæga innsýn í hvernig best er að aðstoða veikan samstarfsmann við að koma aftur í vinnu, eða við að vera áfram í vinnu.  Þrátt fyrir þetta gleyma stjórnendur oft möguleikum sem felast í framlagi þeirra. Hlutverk samstarfsfólks er einkum mikilvægt þegar einstaklingurinn kemur aftur til starfa.

Åsa Tjulin gerði rannsókn á fólki sem hafði verið frá vinnu af ýmsum ástæðum s.s. vegna stoðkerfisvanda, andlegra erfiðleika og vegna krabbameins. Tekin voru viðtöl við starfsmenn sem voru að koma aftur í vinnu, samstarfsfólk þeirra og yfirmenn.

Rannsóknaraðilarnir greindu þrjú stig í endurkomuferlinu: 1) Veikindafjarveruna sjálfa 2) Endurkomu til vinnu 3) Áframhaldandi vinnu og fjölluðum um áskoranir og þætti sem skiptu máli á hverju  stigi.

  1. Veikindafjarveran: Rannsakendur mörkuðu að félagsleg tengsl gátu farið úrskeiðis meðan starfsmaðurinn var fjarverandi. Venjuleg hlutverk samstarfsmanna röskuðust og sá sem var fjarverandi varð óviss um hvernig samskiptum hans og samstarfsfólks og yfirmanna skyldi háttað. Þrátt fyrir að á vinnustaðnum væri til staðar stefna um hvernig sambandi við starfsmann í veikindafjarvist skyldi háttað þá virtust hvorki yfirmenn, samstarfsmenn né sá sem var í veikindafjarvist vita hvernig ætti að framkvæma þá stefnu.
  2. Endurkoma til vinnu: Á hverjum vinnustað var til stefna um hvernig átti að taka á móti veikum starfsmanni. Hinsvegar kom í ljós að þeir sem voru ábyrgir fyrir því að taka á móti starfsmanninum og auðvelda honum endurkomu til vinnu höfðu hver sína aðferð við það, án tillits til opinberrar stefnu vinnustaðarins.
  3. Áframhaldandi vinna: Rannsakendur fundu misræmi í stefnu um hvernig átti að koma til móts við getu einstaklinga við endurkomu til vinnu. Samstarfsfólk hafði mikilvægu hlutverki að gegna við stuðning og við að skipuleggja daglega vinnu starfsmannsins.

Þó að hvert stig sé mikilvægt þá ættu vinnustaðir að veita áframhaldandi vinnu sérstaka athygli að mati rannsakendanna. „Vinnustaður ætti að gefa gaum að því sem gerist eftir að einstaklingur er kominn aftur í vinnu, og ekki álykta sem svo að allt sé í góðu lagi af því að einstaklingurin er kominn aftur“ að mati Ásu. „Samstarfshópurinn allur hefur fundið fyrir áhrifum af fjarveru starfsmannsins á einn eða anna hátt og áætlun um endurkomu til vinnu þarf að vera í formlegu ferli og samvinnu allra til að ná hámarksárangri“.

Samstarfsfólkið sem rætt var við í rannsókninni lýsti sambandi sínu við þann sem var að koma aftur í vinnu sem stuðningi. Það lýsti upphafi endurkomuferlisins þegar einstaklingurinn var fjarverandi með orðum eins og umhyggju og hlutverki sínu í endurkomu starfsmannsins sem stuðningi. Eftir að starfsmaðurinn var kominn til vinnu lýsti samstarfsfólkið  hlutverki sínu sem velvild í garð einstaklingsins og sem félagslegri ábyrgð til að tryggja að allt gengi sem best. Hinsvegar var einnig tekið fram að þetta tímabil velvildar gæti ekki varað endalaust.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í október hefti  Journal of Occupational Rehabilitation 2009). http://www.iwh.on.ca/at-work


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband