01.12.2010
Í vinnu á ný vegna góðrar aðstoðar
,,Það slokknaði bara á öllu. Ég var eins og gangandi draugur. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði bjargaði mér alveg
,“ segir Sigurlaug Steinarsdóttir, ung fjögurra barna móðir, sem varð óvinnufær í kjölfar skilnaðar.
Sigurlaug, sem skildi við eiginmann sinn árið 2007, þjáðist bæði af þunglyndi og kvíðaröskun. ,,Ég hafði verið
þunglynd fyrir skilnaðinn en eftir hann jókst þunglyndið smátt og smátt. Ég var í rauninni ekki í sambandi. Ég átti
erfitt með að fara í vinnuna mína á hjúkrunarheimilinu sem ég starfaði á. Helst vildi ég vera ein í vinnunni en það
var náttúrlega ekki hægt í því starfi sem ég sinnti. Mér fannst í rauninni óþægilegt að vera innan um
aðra.“