Fara í efni

Nýr ráðgjafi

Til baka

Nýr ráðgjafi

Nýlega var nýr ráðgjafi ráðinn til starfa fyrir stéttarfélög í Vestmannaeyjum í samstarfi við VIRK, en það er Hanna R. Björnsdóttir.  Hún er með MA í fötlunarsálfræði frá Ohio State 1994 og MA í félagsráðgjöf frá HÍ í júní 2010.
Hanna hefur fjölbreytta starfsreynslu. Hún var deildarstjóri málefna fatlaðra hjá Vestmannaeyjabæ 1998-2008. Hún hafði umsjón með málefnum barna (deildarstjóri) hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi 1990-1997 og vann á BUGL á sumrin á meðan hún var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Frá árinu 1997 hefur Hanna rekið, ásamt tveimur öðrum Systkinasmiðjuna en það er námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband