Fara í efni

Nú er að taka á honum stóra sínum

Til baka

Nú er að taka á honum stóra sínum

Ársrit VIRK kemur út í apríl 2011. Í  ritinu er áætlað að birta fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu. VIRK býður því áhugasömum aðilum  sem vilja fjalla um starfsendurhæfingu á  fræðilegum nótum að senda inn greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á vinnutengingu og/eða gagnverkandi áhrif vinnu og heilsu.                      

Skiladagur greina verður 1. febrúar og útgáfa á ársfundi Starfsendurhæfingarsjóðs fyrri hluta aprílmánaðar 2011. Ársrit 2010 var prentað í 2000 eintökum og var því dreift til einstaklinga, fagaðila, stéttarfélaga, atvinnurekenda, heilbrigðistofnana og bókasafna um allt land.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða  hugmyndir að efni og efnistökum til ritstjóra á ingalo@virk.is . Lokafrestur er til 3. desember. Greidd verður hófleg þóknun fyrir birtar greinar.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband