29.10.2009
Ráðgjafi á Suðurnesjum
Guðni Erlendsson hefur verið ráðinn í stöðu ráðgjafa á Suðurnesjum. Guðni er kennari að mennt og hefur auk þess MS
gráðu í mannauðsstjórnun. Hann hefur víðtæka starfsreynslu m.a. á sviði starfsendurhæfingar. Guðni mun veita
einstaklingum á Suðurnesjum þjónustu á sviði starfsendurhæfingar auk þess að starfa náið með stéttarfélögum
starfsmanna og atvinnurekendum á svæðinu. Guðni hefur störf 1. nóvember nk.