Fara í efni

Kynning á Hrafnistu

Til baka

Kynning á Hrafnistu

Í síðustu viku fór fram kynning fyrir stjórnendum á Hrafnistu um hvernig nýta má ráðgjafa í starfsendurhæfingu þegar starfsmenn fara í veikindarleyfi, eða er eiga orðið erfitt með að sinna sínu starfi vegna skertrar starsgetu. Það voru Soffía Erla Einarsdóttir ráðgjafi hjá Eflingu og Sigurður Þór Sigursteinsson sérfræðingur hjá VIRK sem sáu um kynninguna. Sigurður kynnti hlutverk VIRK og þá tengingu sem er við ráðgjafana hjá stéttarfélögunum og Soffía fór í gegnum sitt hlutverk og hvernig hægt er að nálgast ráðgjafana.

Á næstu vikum og mánuðum munu fara fram kynningar út í fyrirtækjum þar sem lögð er áhersla á að kynna aðgengi að ráðgjöfunum og mikilvægi þess að atvinnurekendur hugsi vel um starfsmenn sína í svona ferli. Snemmbært inngrip er mjög mikilvægt þegar um skerta starfsgetu er að ræða og Starfsendurhæfingarsjóður mun leggja mikla áherslu á gott samstarfi við atvinnulífið.

Atvinnurekendur, starfsmannastjórar, yfirmenn o.fl geta haft samband við VIRK og óskað eftir því að fá kynningu um þá þjónustu sem starfsmönnum býðst  þegar einstaklingur er í veikindarleyfi eða á orðið erfitt með að sinna sínu starfi vegna heilsubrests.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband